Shaktar Donetsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Shaktar Donetsk
Fullt nafn Shaktar Donetsk
Gælunafn/nöfn (Námuverkamennirnir')гірники
Stofnað 24. maí 1936
Leikvöllur Donbass Arena Donetsk
Stærð 52.667
Stjórnarformaður Rinat Akhmetov
Deild Úkraínska Úrvalsdeildin
2020/21 2.sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Shaktar Donetsk er knattspyrnulið frá Borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. Liðið var stofnað 1936 og leikur í efstu deild í Úkraínu. Félagið vann Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu 2009. Liðið á titil að verja í Úkraínsku úrvaldsdeildinni. Eigandi félagsins er hinn afar umdeildi kaupsýslumaður Rinat Akhmetov. Þekktasti leikmaður félagsins um þessar mundir er án efa Eduardo da Silva. Nokkur umfjöllun hefur verið í Úkraínu um að peningunum sem varið hefur verið í Shaktar Donetsk hefði betur verið varið í fátækan almening í Donetsk en aðrir segja að það sé af hinu góða að fólk hafi loksins eithvað að gleðjast yfir í Donetsk-borg þar sem lífið getur oft verið erfitt.

Saga Félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Shaktar Donetsk er eitt af elstu félögum Úkraínu. Félagið varð til á tímum Sovétríkjanna og var eitt af stærri liðum landsins á þeim tíma .

Leikvangur[breyta | breyta frumkóða]

Donbass Arena er einn af stærstu völlum Evrópu og var meðal annars notaður á Evrópumótinu í Knattspyrnu 2012.

Donbass Arena getur tekið 52.667 manns í sæti og hefur fengið fimm stjörnu einkunn frá evrópska knattspyrnusambandinu.

Úkraínskir og sovéskir titlar[breyta | breyta frumkóða]

  • Sovéskir Deildarbikarmeistarar 1984
  • Úkraínskir meistarar (13): 2002, 2005, 2006, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2017, 2018, 2019, 2020
  • Úkraínskir Bikarmeistarar (13): 1995, 1997, 2001, 2002, 2004, 2008, 2011, 2012, 2013, 2016, 2017, 2018, 2019
  • Úkraínskir Deildarbikarmeistarar (8): 2006, 2008, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015, 2017

Alþjóðlegir titlar[breyta | breyta frumkóða]