Fara í innihald

Sextett Jóns Sigurðssonar og Stefán (1968)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sextett Jóns Sigurðssonar og Stefán
Bakhlið
T 101
FlytjandiSextett Jóns Sigurðssonar og Stefán
Gefin út1968
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Sextett Jóns Sigurðssonar og Stefán er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1968. Á henni flytja Sextett Jóns Sigurðssonar og Stefán fjögur lög. Platan er hljóðrituð í Stereo. Upptöku annaðist Pétur Steingrímsson. Ljósmynd og hönnun: Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Góðir vinir - Lag - texti: Lalla Angantýsdóttir - Margrét Jónsdóttir
  2. Við lindina - Lag - texti: Reed, Mason - Birgir Marinósson
  3. Sjómannsvísa - Lag - texti: Jón Þorkelsson - Hólmfríður Jónsdóttir
  4. Kossinn - Lag - texti: Spector, Greenwich, Barry - Birgir Marinósson

Textabrot af bakhlið plötuumslags um lögin[breyta | breyta frumkóða]

HLIÐ A:

1.Góðir vinir - Lagið er eftir 10 ára gamla stúlku á Sauðárkróki, Lailu Angantýsdóttur, en textinn er eftir Margréti Jónsdóttur.

2. Við lindina - Lagið er eftir Reed - Mason, en textann gerði Birgir Marinósson.

HLIÐ B:

1. Sjómannsvísa Lagið er eftir Jón Þorkelsson, en textinn eftir Hólmfríði Jónsdóttir, bæði á Sauðarkróki.

2. Kossinn Þetta lag er eftir Spector - Greenwich - Barry, en textann við lagið gerði Birgir Marinósson.

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin var stofnuð í október 1967 og hlaut hún þá þegar hinar beztu viðtökur. Á þessari fyrstu plötu þeirra félaga eru tvö erlend lög og tvö íslenzk, sem komu fyrst fram í danslagakeppni á Saudárkróki um síðastliðin áramót. Útsetningar annaðist Jón Sigurðsson af sinni alkunnu smekkvísi. Til að auka fjölbreytnina voru fengnir til aðstoðar nokkrir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni.

Þetta mun vera fyrsta fjögurra laga platan, sem út kemur hér á landi með STEREO-hljóm.

 
NN