Fara í innihald

Sextánundakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sextándakerfi)
0hex = 0dec = 0oct 0 0 0 0
1hex = 1dec = 1oct 0 0 0 1
2hex = 2dec = 2oct 0 0 1 0
3hex = 3dec = 3oct 0 0 1 1
4hex = 4dec = 4oct 0 1 0 0
5hex = 5dec = 5oct 0 1 0 1
6hex = 6dec = 6oct 0 1 1 0
7hex = 7dec = 7oct 0 1 1 1
8hex = 8dec = 10oct 1 0 0 0
9hex = 9dec = 11oct 1 0 0 1
Ahex = 10dec = 12oct 1 0 1 0
Bhex = 11dec = 13oct 1 0 1 1
Chex = 12dec = 14oct 1 1 0 0
Dhex = 13dec = 15oct 1 1 0 1
Ehex = 14dec = 16oct 1 1 1 0
Fhex = 15dec = 17oct 1 1 1 1

Sextánundakerfi eða sextándakerfi (enska: Hexadecimal system) er talnakerfi með grunntöluna sextán. Sextánundatala er staðsetningartáknkerfi, sem notar sextán tákn: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E, F.

Sextánundakerfi er mikið notað í forritun, vegna þess hve auðvelt er að vinna með tvíundatölur samhliða sextánundakerfinu, þar sem að hverjir fjórir bitar samsvara einum tölustaf í sextánundakerfinu. Til dæmis má rita töluna 79 sem rituð er með tvíundakerfinu 01001111 sem 4F í sextánundarkerfinu (0100 = 4 og 1111 = F). Hins vegar er aðeins flóknara að breyta sextánundakerfistölu í tugatölu. Til dæmis er FF í sextándarkerfinu reiknað þannig: F*16 + F eða 15*16 + 15 = 255 í tugakerfinu og AB í sextandundarkerfi verður A*16 + B eða 10*16 + 11 = 171 í tugakerfi.

Sextánundakerfið er oft kallað „hex“, sem er stytting á enska orðinu „hexadecimal“. Forskeytið er grískt að uppruna, en töluorðið ἕξ (hex) þýðir „sex“. Decimal er dregið af latnenska orðinu fyrir tíund.