Set Fire to the Rain

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

„Set Fire to the Rain“ (íslenska: Kveikti í rigningunni) er lag eftir bresku söngkonuna Adele. Lagið var gefið út á annarri hljómplötu hennar 21. Fraser T. Smith sá um upptökustjórn og skrifaði lagið í samstarfi með Adele. Lagið er kraftballaða og var önnur smáskífa plötunnar 21 í Evrópu. Á Bretlandi var það gefið út sem þriðja smáskífa plötunnar. Þar náði lagið 11. sæti á topplistanum. Í Belgíu, Hollandi og Póllandi náði lagið fyrsta sæti á topplistum þessarra landa. Í Austurríki, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Írlandi, á Ítálíu, í Noregi, Nýja-Sjálandi, Sviss og Þýskalandi hefur lagið verið meðal tíu efstu laga topplistans.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.