Selasetrið á Hvammstanga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Í Selasetrinu

Selasetur Íslands á Hvammstanga (enska: The Icelandic Seal Center) er safn, upplýsingamiðstöð og rannsóknarsetur á Hvammstanga, við Miðfjörð á Norð-Vesturland. Það var formlega stofnað árið 2005 af heimamönnum með það að markmiði að standa að eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. 

Selasetrið er í samfélagseign og rekið í samfélagsþágu. Að Selasetri Íslands stendur fjöldi aðila innan og utan Húnaþings vestra, einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Selasetrið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Selasetrið opnaði formlega þann 26. júní 2006 með fræðslusýningu í gömlu verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar að Brekkugötu 2. En árið 2012 flutti fræðuslusýninginn yfir annað húsnæði við höfnina, í kjallara á Strandgötu 1 (í gamla gærukjallarann). Skrifstofur rannsóknadeilda og framkvæmdastjóra eru á 2. hæð Höfðabrautar 6.

Selasetrið er fræðslumiðstöð fyrir almenning og ferðamenn um líffræði og hegðun sela við Ísland. Það er einnig öflugt rannsóknarsetur með þrjár rannsóknardeildir í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun Íslands , ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Náttúrustofu Norðurlands vestra. Það stendur fyrir rannsóknum og fræðslu á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu í Húnaþingi vesta.

Á hverju ári eru gerðar rannsóknir á selum á Heggstaðanesi, Vatnsnesi  og víðar um Ísland í góðri samvinnu við heimamenn og landeigendur. Það hafa verið starfsmenn og nemar Selaseturs Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Hólaskóla aflað mikilvægra líffræðilegra og atferlisupplýsinga um selina sjálfra sem og áhrif ferðaþjónustu á hegðun selanna.

Selveiðibann og það að koma íslenskum selstofnunum á alþjóðlega válista er án efa stærsta afrek Selasetursins.

Selasetrið hefur unnið til Evrópuverðlauna fyrir störf sín.

Í Selasetrinu er fræðslusýning og upplýsingar um seli og lifnaðarhætti þess við Ísland. Á Selasetrinu er búið að standsetja rannsóknaraðstöðu í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun. Þar einnig er rekin lítil kaffisala og minjagripaverslun og Upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra sem er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Selasetrið

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]