Secret 26

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Secret 26 er gerð af seglskútum hönnuð af breska bátahönnuðinum David Thomas sem meðal annars hannaði hinn vinsæla Hunter Sonata bát. Fyrsti báturinn var hannaður samkvæmt hugmyndum Rúnars Steinsen, Páls Hreinssonar og Ólafs Bjarnasonar og sjósettur árið 1987. Nafnið kom til af því hversu mikil leynd hvíldi yfir smíði bátsins. Nokkrir Secret-bátar voru síðan framleiddir af fyrirtækinu Sigurbátum og hafa verið vinsælir kappsiglingabátar. Núverandi Íslandsmet í siglingu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og frá Reykjavík til Keflavíkur voru sett í bátum af þessari gerð.

Secret-bátarnir eru 26 feta langir (8 metrar) og grannir með djúpan kjöl og hlutfallslega mikinn seglaflöt. Flestir þeirra hafa verið notaðir sem félagsbátar hjá siglingafélögum á Íslandi.