Sean Gibson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sean Gibson
Upplýsingar
Fæðingardagur 31. ágúst 1971 (1971-08-31) (48 ára)
Fæðingarstaður    Bandaríkin
Hæð 201 cm
Þyngd 102 kg
Leikstaða Framherji / Miðherji
Háskólaferill
1989–1993 IPFW
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1994–1995
1998
KFÍ
CDU Catolica

1 Meistaraflokksferill.

Sean Gibson (f. 31. ágúst 1971) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður. Eftir að hann útskrifaðist frá Indiana University – Purdue University Fort Wayne, lék hann með Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar.

Háskólaferill[breyta | breyta frumkóða]

Gibson lék í fjögur ár með Indiana University – Purdue University Fort Wayne og fór þaðan sem stiga- og frákastahæsti leikmaðurinn í sögu skólans.[1]

Atvinnumannaerill[breyta | breyta frumkóða]

Gibson gekk til liðs við KFÍ fyrir úrslitakeppni 2. deild karla í körfuknattleik vorið 1994[2] þar sem hann hjálpaði liðinu að sigra alla sína leiki og vinna sér sæti í 1.deild.[3] Hann samdi við liðið aftur tímabilið eftir og spilaði við góðan orstír.[4] Í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar skoraði hann 51 stig á móti Úrvalsdeildarliði Tindastóls en hann hitti úr 19 af 20 vítaskotum sínum í leiknum sem tapaðist 86-80.[5][6]

Eftir að ferli hans á Íslandi lauk spilaði hann þrjú tímabil á Spáni og eitt í Suður Ameríku.[1]

Titlar og viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

 • 2. deildar meistari (1994)
 • Great Lakes Valley Conference (1993)

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

 • Leikmaður ársins í Great Lakes Valley Conference (1993)
 • Lið ársins í Great Lakes Valley Conference (1992, 1993)
 • Heiðurshöll Purdue Fort Wayne

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 „Hall of Fame - Sean Gibson“. gomastodons.com. Purdue University Fort Wayne. Sótt 23. mars 2019.
 2. „Íþróttir - Fólk". Morgunblaðið. 27. apríl 1994. Skoðað 23. mars 2019.
 3. „Íslandsmeistarar í annar deild". Vestfirska fréttablaðið. 4. maí 1994. Skoðað 23. mars 2019.
 4. „„Njósnarar" úrvalsdeildarliða sýna Gibson áhuga". Dagblaðið Vísir. 11. janúar 1995. Skoðað 23. mars 2019.
 5. „UMFT slapp með skrekkinn". Morgunblaðið. 27. apríl 1994. Skoðað 23. mars 2019.
 6. Guðjón Már Þorsteinsson 30. nóvember 1994, „Frábær árangur hjá KFÍ á móti úrvalsdeildarliði Tindastóls". Vestfirska fréttablaðið. Skoðað 23. mars 2019.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.