Scipio Aemilianus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Scipio Aemilianus Africanus)
Þessi grein fjallar um rómverska herforingjann sem lagði Karþagó í eyði í þriðja púnverska stríðinu. Um aðra menn með sama nafni sjá Scipio.

Publius Cornelius Scipio Aemilianus Africanus Numantinus, stundum nefndur Scipio Africanus yngri (185-129 f.Kr.) var herforingi og stjórnmálamaður í Rómaveldi. Sem ræðismaður stjórnaði hann umsátrinu um og eyðileggingu Karþagó í þriðja púnverska stríðinu árið 146 f.Kr. Hann var síðar leiðtogi andstöðunnar við Gracchusarbræðrum árið 133 f.Kr.

Hann var yngri sonur Luciusar Aemiliusar Paullusar Macedonicusar, sem hafði sigrað Makedóníu. Hann barðist í herliði föður síns í orrustunni við Pydna 17 ára gamall. Hann var síðar ættleiddur af Publiusi Corneliusi Scipio, elsta syni Publiusar Corneliusar Scipios Africanusar og nafni hans var breytt í Publius Cornelius Scipio Aemilianus.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.