Savannatríó - Havah nageela

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Savanna-tríóið
Forsíða Savannatríó - Havah nageela

Bakhlið Savannatríó - Havah nageela
Bakhlið

Gerð EXP-IM 117
Flytjandi Savannatríóið, Gunnar Sigurðsson
Gefin út 1964
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Platan Savanna-tríóið er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1964. Þetta er seinni plata tríósins sem kom út hjá útgáfunni. Á henni flytur Savanna-tríóið fjögur lög. Tríóið skipa Troels Bendtsen, Björn Björnsson og Þórir Baldursson. Gunnar Sigurðsson leikur með tríóinu á bassa. Útsetningar: Þórir Baldursson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmynd á forsíðu Kristján Magnússon og á bakhlið Ingimundur Magnússon. Prentun: Öskjur og prent. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Það er svo margt - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag - Jónas Hallgrímsson
  2. Havah nageela - Lag - texti: Hebreskt þjóðlag - Hljóðdæmi 
  3. Austan kaldinn - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag - Örn Arnarson
  4. Bjarni bróðir minn - Lag - texti: Þórir Baldursson - íslensk þjóðvísa - Hljóðdæmi 

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Austan kaldinn er íslenzkt þjóðlag. Fyrsta erindið hefur ávallt verið sungið undir þessu lagi, en SAVANNA-tríóið bætir við hluta af kvæðinu um Stjána Bláa eftir Örn Arnarson.

Bjarni bróðir minn. Kvæðið er gamall húsgangur og eru vísurnar til í ýmsum útgáfum. Lagið er eftir Þóri.

Það er svo margt. Lagið er íslenzkt þjóðlag, en vísurnar eftir Jónas Hallgrímsson. Í þeim dregur hann upp mynd af þeim sið, sem áður tíðkaðist, að sungnir væru sálmar eða annar kveðskapur yfir borðum.

Havah Nageela er hebrezkt þjóðlag, og tilheyrir því ákveðinn þjóðdans, einskonar hringdans.-NN