Satýros (heimspekingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um heimspekinginn Satýros. Um aðra menn með sama nafni, sjá Satýros.

Satýros (forngríska: Σάτυρος) var aristótelískur heimspekingur sem var uppi á tímum Ptolemajosar IV Fílopators (um 210 f.Kr.) eða skömmu síðar. Hann ritaði ævisögur, meðal annarra Filipposar II og Demosþenesar sem fornir höfundar vísa oft til. Hann reit einnig um íbúa Alexandríu og bók Um manngerðir (Περὶ χαρακτήρων).

Ævisaga Evripídesar eftir Satýros fannst í Oxyrhynchus í Egyptalandi næstum því í heilu lagi.