Sarajevó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sarajevo)
Sarajevó
Coat of arms of Sarajevo.svg
Sarajevó is located in Bosnía og Hersegóvína
Sarajevó
Land Bosnía og Hersegóvína
Íbúafjöldi 275.554 (2013)
Flatarmál 141,5 km²
Póstnúmer 71000
Staðsetning Sarajevó innan Bosníu og Hersegóvínu.

Sarajevó (með kýrillísku letri: Сарајево; framburður: ['sarajɛʋɔ]) er höfuðborg og stærsti þéttbýliskjarni Bosníu og Hersegóvínu. Árið 2013 var áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 275.000 manns.

Sarajevo er staðsett í Sarajevodal í Bosníuhéraði í dínarísku ölpunum. Áin Miljacka rennur í gegnum borgina.

Saga Sarajevo er viðburðarík. Árið 1885 varð Sarajevo fyrsta borg Evrópu og önnur borg í heimi til að taka í notkun rafrænt sporvagnakerfi í allri borginni. Árið 1914 var Frans Ferdinand erkihertogi af Austurríki myrtur í borginni og varð það kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1984 voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í Sarajevo. Árin 1992-1996 ríktu umsátursástand og blóðugt stríð í borginni í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu. Hátt í 10.000 manns féllu og um 56.000 manns særðust í sprengjuárásum og árásum leyniskyttna á borgara á meðan á umsátrinu stóð, auk þess sem stór hluti borgarinnar var lagður í rúst.

Svipmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.