Sandvetur
Útlit
Sandvetur var heiti sem haft var um harðindavetur sem var á Íslandi árið 1227 samkvæmt Sturlungu og sumum annálum en einhverjir annálar segja þó að þetta hafi verið 1226.
Eldgos var úti fyrir Reykjanesi sem hófst 1226 og var öskufall svo mikið að sumstaðar var sagt hafa verið myrkur um miðjan dag. Af því hefur veturinn fengið nafn. Fjöldi búfjár féll um veturinn og Snorri Sturluson missti til dæmis hundrað naut sem hann átti í Svignaskarði.