Sanae Takaichi
| Sanae Takaichi | |
|---|---|
| 高市 早苗 | |
Sanae Takaichi árið 2024. | |
| Forsætisráðherra Japans | |
Núverandi | |
| Tók við embætti 21. október 2025 | |
| Þjóðhöfðingi | Naruhito |
| Forveri | Shigeru Ishiba |
| Persónulegar upplýsingar | |
| Fædd | 7. mars 1961 Yamatokōriyama, Nara, Japan |
| Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn |
| Maki | Taku Yamamoto (g. 2004; s. 2017) (g. 2021) |
| Börn | 3 stjúpbörn |
| Háskóli | Háskólinn í Kobe |
| Starf | Stjórnmálamaður |
| Undirskrift | |
| Vefsíða | Opinber vefsíða |
Sanae Takaichi (japanska: 高市 早苗, Takaichi Sanae; fædd 7. mars 1961) er japönsk stjórnmálakona, núverandi leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins og núverandi forsætisráðherra Japans.
Takaichi hefur setið á neðri deild japanska þingsins frá árinu 2005. Hún gegndi ýmsum ráðherraembættum í stjórnum Shinzō Abe forsætisráðherra. Árið 2021 bauð hún sig fram í leiðtogakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins, en lenti í þriðja sæti í fyrstu kosningaumferð.[1]
Takaichi bauð sig fram til leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins í annað sinn árið 2024. Hún lenti í fyrsta sæti í fyrstu umferðinni en tapaði naumlega í úrslitaumferðinni fyrir Shigeru Ishiba.[2]
Takaichi bauð sig fram til leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins í þriðja sinn eftir afsögn Shigeru Ishiba árið 2025. Hún sigraði Shinjiro Koizumi í seinni umferð leiðtogakjörsins þann 4. október 2025.[3] Takaichi var kjörin forsætisráðherra Japans þann 21. október 2025, fyrst kvenna.[4][5]
Takaichi hefur verið lýst sem staðföstum íhaldsmanni[6] og nánum bandamanni fyrrverandi forsætisráðherrans Abe.[7]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Junko Ogura, Selina Wang and Helen Regan (29. september 2021). „Fumio Kishida expected to become Japan's next Prime Minister after ruling party vote“. CNN. Afrit af uppruna á 29. september 2021. Sótt 30. september 2021.
- ↑ Atli Ísleifsson (30. september 2024). „Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans“. Vísir. Sótt 1. október 2024.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (4. október 2025). „Ekkert ætti að koma í veg fyrir að Takaichi verði næsti forsætisráðherra“. RÚV. Sótt 4. október 2025.
- ↑ Atli Ísleifsson (21. október 2025). „Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans“. Vísir. Sótt 22. október 2024.
- ↑ „Takaichi tekur við sem forsætisráðherra Japans“. Viðskiptablaðið. 21. október 2025. Sótt 22. október 2024.
- ↑ Osaki, Tomohiro. „Could Japan soon have a female leader? Sanae Takaichi emerges as a contender“. The Japan Times. Afrit af uppruna á 5. september 2021. Sótt 7. september 2021.
- ↑ „Ex-PM Abe supports conservative ally Takaichi as Suga's successor“. Kyodo News. 4. september 2021. Afrit af uppruna á 4. september 2021. Sótt 4. september 2021.
| Fyrirrennari: Shigeru Ishiba |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||