Fara í innihald

Sanae Takaichi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sanae Takaichi
高市 早苗
Sanae Takaichi árið 2024.
Forsætisráðherra Japans
Núverandi
Tók við embætti
21. október 2025
ÞjóðhöfðingiNaruhito
ForveriShigeru Ishiba
Persónulegar upplýsingar
Fædd7. mars 1961 (1961-03-07) (64 ára)
Yamatokōriyama, Nara, Japan
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi lýðræðisflokkurinn
MakiTaku Yamamoto (g. 2004; s. 2017) (g. 2021)
Börn3 stjúpbörn
HáskóliHáskólinn í Kobe
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift
VefsíðaOpinber vefsíða

Sanae Takaichi (japanska: 高市 早苗, Takaichi Sanae; fædd 7. mars 1961) er japönsk stjórnmálakona, núverandi leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins og núverandi forsætisráðherra Japans.

Takaichi hefur setið á neðri deild japanska þingsins frá árinu 2005. Hún gegndi ýmsum ráðherraembættum í stjórnum Shinzō Abe forsætisráðherra. Árið 2021 bauð hún sig fram í leiðtogakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins, en lenti í þriðja sæti í fyrstu kosningaumferð.[1]

Takaichi bauð sig fram til leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins í annað sinn árið 2024. Hún lenti í fyrsta sæti í fyrstu umferðinni en tapaði naumlega í úrslitaumferðinni fyrir Shigeru Ishiba.[2]

Takaichi bauð sig fram til leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins í þriðja sinn eftir afsögn Shigeru Ishiba árið 2025. Hún sigraði Shinjiro Koizumi í seinni umferð leiðtogakjörsins þann 4. október 2025.[3] Takaichi var kjörin forsætisráðherra Japans þann 21. október 2025, fyrst kvenna.[4][5]

Takaichi hefur verið lýst sem staðföstum íhaldsmanni[6] og nánum bandamanni fyrrverandi forsætisráðherrans Abe.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Junko Ogura, Selina Wang and Helen Regan (29. september 2021). „Fumio Kishida expected to become Japan's next Prime Minister after ruling party vote“. CNN. Afrit af uppruna á 29. september 2021. Sótt 30. september 2021.
  2. Atli Ísleifsson (30. september 2024). „Is­hiba verður næsti for­sætis­ráð­herra Japans“. Vísir. Sótt 1. október 2024.
  3. Markús Þ. Þórhallsson (4. október 2025). „Ekkert ætti að koma í veg fyrir að Takaichi verði næsti forsætisráðherra“. RÚV. Sótt 4. október 2025.
  4. Atli Ísleifsson (21. október 2025). „Fyrsta konan til að verða for­sætis­ráðherra Japans“. Vísir. Sótt 22. október 2024.
  5. „Taka­ichi tekur við sem for­sætis­ráðherra Japans“. Viðskiptablaðið. 21. október 2025. Sótt 22. október 2024.
  6. Osaki, Tomohiro. „Could Japan soon have a female leader? Sanae Takaichi emerges as a contender“. The Japan Times. Afrit af uppruna á 5. september 2021. Sótt 7. september 2021.
  7. „Ex-PM Abe supports conservative ally Takaichi as Suga's successor“. Kyodo News. 4. september 2021. Afrit af uppruna á 4. september 2021. Sótt 4. september 2021.


Fyrirrennari:
Shigeru Ishiba
Forsætisráðherra Japans
(21. október 2025 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti