Samuel Colt
Samuel Colt (19. júlí 1814 – 10. janúar 1862) var bandarískur uppfinningamaður og athafnamaður sem er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa hannað fyrstu nothæfu sexhleypuna með snúningsmagasíni sem hann fékk einkaleyfi fyrir 25. febrúar 1836.