Samtíðarsögur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Samtímasögur eru flestar sögur sem hafa verið skráðar af sjónar- og heyrnarvottum. Einhver sem var skildur náunganum í sögunni og hafði heyrt sögur af honum, fundist þær áhugaverðar og ritað þær niður, eða einhver sem vildi verja heiður einhvers í sögunni. Það er þó ekki vitað hver höfundurinn er en það er hægt að geta til hver skrifaði hvaða sögu. Þessar sögur ná yfir þrjár aldir frá 11. öld til miðrar 14. aldar. Þessar sögur eru mjög mikilvægar og öruggustu heimildir um sögu land og þjóð. Samtímasögur skiptast aðalega í tvo þætti, annars vegar Sturlunga sögu og hins vegar Biskupasögu. Þessar sögur fléttast þó oft saman enda efnið svipað. Sturlunga segir frá tímabilinu sem hefst nokkru eftir 1100 og nær til síðari hluta 13. aldar en Biskupsaga segir frá málefnum kirkjunnar og að langmestu leyti sögur einstakra biskupa. m