Fara í innihald

Sam Houston

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sam Houston

Samuel „Sam“ Houston (2. mars 179326. júlí 1863) var bandarískur stjórnmálamaður og hermaður á nítjándu öld. Hann er þekktastur fyrir að eiga mikilvægan þátt í að innleiða Texas í sameinuð bandaríki Norður Ameríku. Hann var af skosk-írskum ættum og fæddist í Timber Ridge í Shenandoahdal í Virginíu.

Houston var lykilpersóna í sögu Texas-ríkis og var fyrstur manna til að vera kosinn forseti lýðveldisins Texas. Einnig var hann kosinn þingmaður fyrir hönd Texas eftir að ríkið sameinaðist Bandaríkjunum og svo að lokum varð hann ríkisstjóri Texas. Hann neitaði að sverja alríkinu hollustueið þegar Texas sleit sig frá Sambandinu árið 1861 í Þrælastríðinu og var sviptur embætti. Til að forðast blóðsúthellingar hafnaði hann tilboði eins sambandsherjanna um að bæla niður bandarísku uppreisnina og dró sig í hlé til Huntsville í Texas þar sem hann lést áður en borgarastríðinu lauk. Houston er eini maðurinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur gegnt stöðu ríkisstjóra tveggja ríkja (þó höfðu einhverjir menn gegnt stöðu ríkisstjóra fleiri ríkja utan Bandaríkjanna). Árið 1827 var Houston kosinn ríkisstjóri Tennessee sem íbúi Jackson.

Á fyrri hluta ævi sinnar hafði Samuel flutt búferlum frá Virginíu til Tennessee og búið með Cherokee frumbyggjum sem meðtóku hann síðar sem einn þeirra sjálfum og kvæntist hann konu úr hópnum. Hann gegndi herþjónustu í stríðinu árið 1812 á móti Bretunum og naut velgengni í stjórnmálum Tennessee. Árið 1829 sagði hann af sér og flutti til Arkansas. Árið 1832 átti Houston í deilum við bandarískan þingmann og leiddi það af sér mjög umtöluð réttarhöld. Stuttu seinna flutti hann til Coahuila y Tejas, sem þá var mexikókst ríki, og varð leiðtogi uppreisnarinnar í Texas. Sam Houston studdi viðbætur við sameinuð ríki Norður Ameríku.

Borgin Houston er nefnd eftir honum. Orðspor Houstons var viðamikið og voru honum til heiðurs nefnda eftir honum fjórða stærsta borg Bandaríkjanna, minjasafn, Bandarísk herstöð, þjóðgarður, háskóli og áberandi stytta við veginn inn í Huntsville.