Saltangará

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.

Saltangará er þéttbýlisstaður á Austurey í Færeyjum austan megin í Skálafirði. Byggðin er ekki gömul þar en seinni hluta 20. aldar stækkaði byggðin úr nokkrum húsum yfir í þorp. Saltangará er miðdepill verslunar í sveitarfélaginu Runavík. Stofnanir eins og Postverk Føroya, Almannastovan (sem sér um félagsmál) og Toll- og skattstova Føroya eru með útibú í Saltangará. Íbúar voru 988 árið 2017.