Sakarreglan
Útlit
Sakarreglan er, í lögfræði, algengasti bótagrundvöllur skaðabótaábyrgðar að íslenskum rétti; á hana reynir langoftast og hún er látin gilda um bótagrundvöllinn ef ekki tekst að sýna fram á að önnur regla hafi átt að gilda.
Sakarreglan gengur undir nöfnum á borð við culpareglan, almenna skaðabótareglan og saknæmisreglan.
Skilgreining reglunnar hljóðar svo: Maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur með saknæmum og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing hegðunar hans og raskar hagsmunum sem verndaðir eru af skaðabótareglum. Það er og skilyrði að huglægar afsökunarástæður á borð við æsku eða skortur á andlegri heilbrigði eigi ekki við um tjónvald.