Sakarefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sakarefni er það málefni eða efnisatriði sem ætlunin er að fá leyst úr í dómsmáli. Stefnandi í dómsmáli ræður svo hvaða dómkröfur eru gerðar út frá því sakarefni. Í réttarkerfum er algeng regla (lat. res judicata) um að ekki sé heimilt að höfða nýtt dómsmál um sama sakarefni og dómstólar hafa þegar tekið efnislega afstöðu til. Af þessari reglu leiðir reglan litis pendens (latína) sem kemur í veg fyrir að höfðað sé meira en eitt mál á sama tíma um sömu kröfuna.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.