Sahaja Yoga
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið. |
Sahaja Yoga er ýmist nafn á hugleiðsluaðferð eða andegri hreyfingu sem stofnuð var af Shri Mataji Nirmala Devi. Hugleiðsluaðferðin byggir á kúndalíní vakningu sem iðkendur hennar fullyrða að „leiði til sjálfsvitundarvakningar og hins fullkomna hugleiðsluástands“.[1] Hreyfingin á sér rætur til Indlands og kemur til vesturlanda um 1970. Í dag er hún starfandi í 69 löndum, þar á meðal Íslandi þar sem hún hefur starfað frá árinu 2003.[2]
Shri Mataji sjálf lýsti Sahaja Yoga sem hluta af hinni hreinu trú alheimsins (Vishwa Nirmala Dharma) sem felur í sér grunnboðskap allra trúarbragða, því skipti ekki máli hvaða trúarbrögðum einstaklingurinn hafi tilheyrt, hafi hann tilheyrt einhverju trúarbragði yfirhöfuð, allir geti samsamað sig Sahaja Yoga. Hreyfingin leggur áherslu á að ekki sé hægt að kaupa kúndalíní vakningu og er allt starf hennar stundað sem sjálfboðavinna.