Sagan af litla svarta Sambó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíðumynd á frumútgáfu á Litli svarti Sambó árið 1899. Þessi mynd prýddi forsíður á íslenskum útgáfum sögunnar

Sagan af litla svarta Sambó er barnabók eftir skoska rithöfundinn Helen Bannerman. Bókin var fyrst gefin út árið 1899 og var þá myndskreytt af höfundi. Sagan varð afar vinsæl. Sagan er ein af fyrstu sögunum þar sem söguhetjan er svört og fjallað er um hana á jákvæðum nótum. Sagan var gefin út í mörgum útgáfum og með margs konar myndskreytingum. Sagan hefur á seinni tímum verið gagnrýnd fyrir rasisma vegna þess að nöfn sögupersóna eru sótt í skammaryrði yfir þeldökkt fólk og myndskreytingar í mörgum útgáfum þykja niðurlægjandi fyrir blökkufólk. Í nýrri útgáfum hafa bæði texti og myndir tekið breytingum.

Sagan fjallar um svartan dreng sem fer út í nýjum fötum og hittir fjögur ljón, eitt í einu og semur við þau að gefa þeim fötin sín til þess að þau éti hann ekki. Ljónin fara svo að berjast um fötin og bíta í skottið hvert á öðru og elta hvert annað svo hratt að þau þeytast og verða að smjöri. Sambó fær fötin sín aftur og fer með smjörið til móður sinnar sem bakar pönnukökur úr því.

Í upprunalegu bókinni er sögusviðið Suður-Indland og söguhetjan drengurinn er af svörtum kynstofni þar, að öllum líkindum tamíli.

Sagan af litla svarta Sambó hefur komið út í mörgum útgáfum á íslensku og kom bókin fyrst út á Íslandi árið 1940.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]