Fara í innihald

Sacramento Kings

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sacramento Kings
Merki félagsins
Sacramento Kings
Deild Kyrrahafsriðill, Vesturdeild, NBA
Stofnað 1923
Saga Rochester Seagrams
1923–1942
Rochester Eber Seagrams
1942–1943
Rochester Pros
1943–1945
Rochester Royals
1945–1948 (NBL)
1948–1957 (BAA/NBA)
Cincinnati Royals
1957–1972
Kansas City-Omaha Kings
1972–1975
Kansas City Kings
1975–1985
Sacramento Kings
1985–
Völlur Golden 1 Center
Staðsetning Sacramento, Kalifornía
Litir liðs          
Eigandi Vivek Ranadivé
Formaður Monte McNair
Þjálfari Doug Christie
Titlar NBL: 1 (1946)
NBA: 1 (1951)
Heimasíða

Sacramento Kings er bandarískt körfuknattleikslið sem leikur í NBA deildinni. Kings er elsta liðið í NBA og fyrsta stóra atvinnumannaliðið til að leika í Sacramento.

Félagið hóf sögu sína sem hálf-atvinnumannaliðið Rochester Seagrams árið 1923. Árið 1945 endurskýrð félagið sig sem Rochester Royals og gekk í National Basketball League (NBL) þar sem liðið vann meistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Árið 1948 skipti félagið ásamt þremur öðrum NBL liðum yfir í BAA deildina, sem síðar sameinaðist NBL og myndaði NBA. Undir nafni Royals gekk liðinu vel innan vallar og varð NBA meistari árið 1951. Liðinu gekk hins vegar erfiðlega fjárhagslega sökum smæðar Rochester og flutti að lokum til Cincinnati árið 1957 og varð að Cincinnati Royals.

Fyrir tímabilið 1972–73 flutti liðið aftur, að þessu sinni til Kansas City í Missouri, og var endurskýrt Kansas City–Omaha Kings vegna þess að það skipti upphaflega heimaleikjum sínum á milli Kansas City og Omaha í Nebraska. Royals nafninu var breytt til að forðast rugling við hafnaboltaliðið sem kallað var Kansas City Royals. Eftir þrjú tímabil stytti liðið nafið í Kansas City Kings, en hélt áfram að spila nokkra heimaleiki á tímabili í Omaha, fram í mars 1978.[1][2][3]

Félaginu gekk einnig erfiðlega í Kansas, bæði innan vallar sem utan, og flutti eftir tímabilið 1984–85 til Sacramento. Bestu tímabil þeirra í Sacramento komu fljótlega eftir aldamótin, meðal annars tímabilið 2001–02 þegar félagið var með flesta sigurleiki allra liða.[4][5][6][7][8] Milli 2006 og 2022 voru Kings með 16 taptímabil í röð, það mesta í sögu NBA.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kings troubled despite changes“. Lewiston Morning Tribune. (Idaho). Associated Press. 2. desember 1977. bls. 5C. Afrit af uppruna á 28 apríl 2021. Sótt 28 apríl 2021.
  2. „Kings win in overtime“. Lawrence Journal-World. (Kansas). Associated Press. 5. desember 1977. bls. 20. Afrit af uppruna á 28 apríl 2021. Sótt 28 apríl 2021.
  3. „Gervin gets point mark“. Lawrence Journal-World. (Kansas). Associated Press. 27. mars 1978. bls. 17. Afrit af uppruna á 28 apríl 2021. Sótt 28 apríl 2021.
  4. Khan, Shahbaz (26 febrúar 2018). „Oral History: The Greatest Show on Court“. Kings.com. NBA Media Ventures, LLC. Afrit af uppruna á 24. desember 2022. Sótt 22. desember 2022.
  5. RonHamp614 (13 maí 2014). „NBA: Remembering The Greatest Show on the Court“. The Front Office News. Afrit af uppruna á 24. desember 2022. Sótt 24. desember 2022.
  6. Poust, Nick (14 apríl 2011). „Remembering the Sacramento Kings at Their Finest“. Bleacher Report. Afrit af uppruna á 24. desember 2022. Sótt 24. desember 2022.
  7. Adams, Damain (30 júní 2017). „The Lost Rings: A Look Back at the 2001-2002 Sacramento Kings - The 3 Point Conversion“. Afrit af uppruna á 24. desember 2022. Sótt 24. desember 2022.
  8. Tan, John (27 nóvember 2022). "It's a common expression here" - Scot Pollard revealed the code the Sacramento Kings used for too much dribbling | Basketball Network - Your daily dose of basketball“. basketballnetwork.net. Afrit af uppruna á 24. desember 2022. Sótt 24. desember 2022.
  9. „SB Nation su Twitter: "THE SACRAMENTO KINGS HAVE MADE HISTORY ... The bad kind… ". Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2022. Sótt 6. mars 2022.