Fara í innihald

Saara Kuugongelwa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saara Kuugongelwa
Saara Kuugongelwa árið 2020.
Forsætisráðherra Namibíu
Í embætti
21. mars 2015 – 21. mars 2025
ForsetiHage Geingob
Nangolo Mbumba
ForveriHage Geingob
EftirmaðurElijah Ngurare
Persónulegar upplýsingar
Fædd12. október 1967 (1967-10-12) (57 ára)
Otamanzi, Suðvestur-Afríku (nú Namibíu)
ÞjóðerniNamibísk
StjórnmálaflokkurSWAPO
HáskóliLincoln-háskóli

Saara Kuugongelwa-Amadhila (f. 12. október 1967) er namibísk stjórnmálakona sem var forsætisráðherra Namibíu frá árinu 2015 til ársins 2025. Hún er meðlimur í Alþýðusamtökum Suðvestur-Afríku (SWAPO) og hefur átt sæti á namibíska þinginu frá árinu 1995. Hún var fjármálaráðherra landsins frá 2003 til 2015.[1] Kuugongelwa er fyrsti kvenforsætisráðherra Namibíu.

Kuugongelwa er með heiðursdoktorsgráðu í opinberum fjármálum og MSC-gráðu í fjármálahagfræði. Hún var hagfræðingur hjá namibíska forsetaembættinu árið 1995 og framkvæmdastjóri ríkisáætlananefndar frá 1995 til 2003.[2]

Þann 21. mars 2024 var Kuugongelwa-Amadhila kjörinn forseti namibíska þingsins til fimm ára. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti þingforseta Namibíu.[3]

Æska og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Saara Kuugongelwa fæddist 12. október 1967 í Otamanzi í Suðvestur-Afríku (nú Namibíu). Hún fór í útlegð ásamt öðrum meðlimum SWAPO árið 1980 þegar hún var þrettán ára og hélt til Síerra Leóne árið 1982, aðeins 15 ára gömul.[4] Hún gekk í stúlknaskólann í Koidu frá 1982 til 1984 og í Framhaldsskóla Heilags Jósefs frá 1984 til 1987. Frá 1991 til 1994 gekk hún í Lincoln-háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og útskrifaðist með MSc-gráðu í fjármálahagfræði.[5][6]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Kuugongelwa-Amadhila sneri heim til Namibíu eftir útskrift hennar úr Lincoln-háskóla og var ráðin sem hagfræðingur hjá skrifstofu forsetaembættisins í stjórnartíð Sams Nujoma. Árið 1995, eftir aðeins fáeina mánuði í því starfi og þegar hún var 27 ára, útnefndi Nujoma hana í sæti á namibíska þinginu og skipaði hana framkvæmdastjóra ríkisáætlananefndar Namibíu,[5] sem er embætti með tignarstöðu ráðherra. Árið 2003 hækkaði Nujoma hana í tign og gerði hana fjármálaráðherra.[7][8]

Þegar Hage Geingob varð forseti Namibíu þann 21. mars 2015 tók Kuugongelwa við embætti forsætisráðherra Namibíu.[9] Hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti.[7]

Í maí 2016 tók hún þátt í málþingi undir heitinu „Spjall við hina háttvirtu Söru Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Lýðveldisins Namibíu“ á vegum Wilson-miðstöðvarinnar.[10] Hún hefur oft tjáð sig um jafnrétti kynjanna, meðal annars í heimsókn malíska forsætisráðherrans Modibo Keita til Namibíu og í ræðu (sem lesin var af Christine Hoebes í nafni hennar) þar sem hún lýsti því yfir að það myndi taka 70 ár að uppræta kynbundinn launamun í Afríku.[11][12]

Kuugongelwa-Amadhila bauð sig fram í leiðtogakjöri SWAPO á landsþingi flokksins árið 2022 en tapaði fyrir Netumbo Nandi-Ndaitwah, sem varð frambjóðandi flokksins í forsetakosningum Namibíu árið 2024. Þann 21. mars 2025 var Kuugongelwa-Amadhila kjörin forseti namibíska þingsins, fyrst kvenna, með 55 atkvæðum gegn 40 atkvæðum fyrir Bernadus Swartbooi úr Alþýðuhreyfingu hinna landlausu.[3]

Kuugongelwa er gift viðskiptamanninum Onesmus Tobias Amadhila.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kuugongelwa-Amadhila, Saara“. Namibian Parliament (bandarísk enska). Sótt 24 febrúar 2023.
  2. „Saara Kuugongelwa-Amadhila“. World Economic Forum (enska). Sótt 24 febrúar 2023.
  3. 3,0 3,1 „Kuugongelwa-Amadhila elected as first woman National Assembly speaker after decade as prime minister“. The Namibian (bresk enska). 20. mars 2025. Sótt 21. mars 2025.
  4. „THE PRIME MINISTER OF REPUBLIC OF NAMIBIA“. OPM.gov.na. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 júlí 2018. Sótt 6 febrúar 2017.
  5. 5,0 5,1 Graham Hopwood:Who's Who, Kuugongelwa-Amadhila, Saara - Swapo Namibian Institute for Democracy Geymt 11 júní 2011 í Wayback Machine
  6. „Kuugongelwa-Amadhila, Saara“. Ríkisstjórn Namibíu. Sótt 19 júní 2022.
  7. 7,0 7,1 „Profile: Saara Kuugongelwa-Amadhila“. New Era. 12. mars 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 9 júlí 2016.
  8. 8,0 8,1 Mongudhi, Tileni; Smith, Sonja (17 júní 2022). „Kuugongelwa-Amadhila eyes presidential throne“. The Namibian. bls. 1, 6. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 9 júlí 2016.
  9. Shinovene Immanuel and Theresia Tjihenuna, "Emotional transition" Geymt 18 október 2022 í Wayback Machine, The Namibian, 23. mars 2015.
  10. „A Conversation with The Right Honourable Saara Kuugongelwa-Amadhila, Prime Minister of the Republic of Namibia“. WilsonCenter.org. Sótt 6 febrúar 2017.
  11. „Gender equity vital to sustained growth“. Namibia Economist. 19 ágúst 2016.
  12. Kahiurika, Ndanki (15 ágúst 2016). „70 years to close gender gap – PM“. The Namibian. bls. 1.


Fyrirrennari:
Hage Geingob
Forsætisráðherra Namibíu
(20. mars 201521. mars 2025)
Eftirmaður:
Elijah Ngurare