SIF

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

SIF (Schools Interoperability Framework) er opin samskiptastaðall fyrir gagnaflutning á milli upplýsingatæknikerfa sem notuð eru í skólum. Staðallinn er sniðin að þörfum grunnskóla eða hinu svokallaða K-12 námsstigi.

Staðallinn samanstendur af tveimur pörtum: XML og Service-Oriented-Architecture (SOA). Þetta er staðall en ekki vara sem kallað var eftir af fyrirtækjum í upplýsingatækni bransanum til að geta á auðveldan hátt skipst á gögnum eða „de facto“ staðall.

Notendur[breyta | breyta frumkóða]

Staðallin var hannaður í Bandaríkjunum en hefur nýlega verið aðlagaður að öðrum löndum svo sem Ástralíu og Bretlandi.

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi sem og öðrum löndum hefur lengi viðgengst að hver sitji í sínu horni og smíði sinn forritsbút til samskipta við þau forrit sem þörf er á í hvert sinn. Þetta þýðir að erfitt og kostnaðarsamt er fyrir alla aðila að fullnýta upplýsingatæknina. Ýmsar tilraunir til samhæfingar upplýsingatæknikerfa hafa verið reyndar svo sem að ríkið láti gera kerfi sem allir eiga að nota eins og INNA var. Næsta skref hjá menntamálayfirvöldum var að skilgreina betur sýnar þarfir og smíða kerfi (SKINNA) sem öll önnur upplýsingatæknikerfi þurfa að skila gögnum inn í. Þetta er gert í gegn um vefþjónustur. Mörg dæmi er um sérsmíðaðar samskiptalausnir hér á landi þar sem kaupandi skilgreinir þarfir þar sem fleiri en eitt kerfi kemur að og þá setjast viðeigandi kerfishönnuðir saman niður og smíða brú á milli þeirra kerfa.

Hvernig SIF virkar[breyta | breyta frumkóða]

Í stað þess að hver sitji í sínu horni og smíði brýr á milli hinna ýmsu kerfa þá var ráðist í að hanna reglur og skilgreiningar til að auðvelda samskipti milli kerfa á svokölluðu „SIF svæði“. Þar geta kerfisstubbar haft samskipti við aðra eins stubba í gegn um einn miðlægan punkt. Þessum svæðum er stjórnað af Svæða tengsla þjóni (ZIS) sem getur þjónað mörgum svæðum. Gögnin ferðast svo milli kerfa sem stöðluð skilaboð, fyrirspurnir og atburðir skrifaðir í XML og sent á milli með Internet Protocol.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]