Karl Einarsson (eftirherma) - Heimsmeistaraeinvígið í skák í Laugardalshöll 1972

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 568)
Heimsmeistaraeinvígið í skák í Laugardalshöll 1972
Bakhlið
SG - 568
FlytjandiKarl Einarsson eftirherma
Gefin út1970
StefnaEftirhermur
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Heimsmeistaraeinvígið í skák í Laugardalshöll 1972 er-45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Á henni flytur Karl Einarsson eftirherma gamanþátt eftir Spóa. Myndin á framhlið plötuumslagsins er eftir hinn kunna listamann, Halldór Pétursson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Heimsmeistaraeinvígið í skák í Laugardalshöll 1972“. Texti Spói - Hljóðskráin "01_-_Karl_Einarsson_l%C3%BDsir_heimsmeistaraeinv%C3%ADginu_%C3%AD_sk%C3%A1k_-_brot.ogg" fannst ekki

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Það fyrsta, sem Spói lét frá sér fara á prenti var grein um skák, það var sumarið 1957 og birtist sú grein í dagblaðinu Vísi. Það sumar birtust nokkrar greinar í viðbót eftir Spóa og voru þœr um hin ólíkustu efni, en þó að þœr lýstu vankunnáttu Spóa á flestum sviðum, þá féllu greinarnar í nokkuð góðan jarðveg hjá lesendum blaðsins. Voru þœr gefnar út í bókarformi ári síðar. Eftir það bar lítið á Spóa, nema hvað nánasti aðstandandi hans samdi nœstu árin mikinn fjölda gamanþátta, sem misjafnlega gaman var að, fyrir útvarp, sjónvarp og flesta skemmtikrafta, sem í umferð voru.

Einn þessara þátta var fyrir ungan mann, Karl Einarsson, sem kom fram í útvarpsþœtti í fyrsta sinn árið 1965. Ekki fer sögum af í hvaða jarðveg þátturinn féll, en Karl sló í gegn. Hófst þar með ferill hans sem skemmtikrafts og hefur stjarna hans hœkkað með hverju árinu. Það eru líklega milli fimmtán og tuttugu raddir, sem Karl líkir eftir og flestum svo meistaralega, að maður bókstaflega stendur og gapir!

Í þessum glœnýja Spóa-þœtti, sem hér er á hljómplötu líkir Karl eftir röddum Stefáns Jónssonar, Sigurðar Sigurðssonar, Guðlaugs Rósinkranz, Helga Sœmundssonar, Jóns Auðuns, Halldórs Laxness, Árna Tryggvasonar, Guðmundar Jónssonar, Árelíusar Níelssonar, Þorsteins Björnssonar og Gunnars Thoroddsen. Að lokum skal þess getið, að myndin á framhlið plötuumslagsins er að sjálfsögðu eftir hinn kunna listamann, Halldór Pétursson.