Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 115)
Jump to navigation Jump to search
Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns
Forsíða Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns

Bakhlið Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns
Bakhlið

Gerð SG - 115
Flytjandi Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson
Gefin út 1978
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Þórir Baldursson

Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni syngja Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson dægurlög eftir Jenna Jóns. Útsetningar: þórir Baldursson. Hljóðritun á hljómsveitarundirleik fór fram í Hamburger Studio í München í Þýzkalandi og leikur Þórir ásamt þarlendum hljómlistarmönnum. Hljóðritun á söng fór fram í Tóntækni hf. Reykjavik undir umsjá Þóris Baldurssonar og þar lék Grettir Björnsson á harmoniku í laginu Ólafur sjómaður.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Lipurtá - Lagið hlaut fyrstu verðlaun í danslagakeppni útvarpsins 1966 - Elly og Einar syngja Hljóðdæmi 
 2. Brúnaljósin brúnu - Lagið hlaut fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT 1954 - Einar syngur
 3. Við fljúgum - Elly syngur
 4. Sjómannskveðja - Elly og Einar syngja
 5. Ömmubæn - Einar syngur
 6. Viltu koma - Lagið hlaut önnur verðlaun í danslagakeppni SKT 1956 - Elly og Einar syngja
 7. Vökudraumur - Lagið hlaut þriðju verðlaun í danslagakeppni SKT 1953 - Elly og Einar syngja
 8. Lítið blóm - Elly syngur
 9. Heim - Einar syngur
 10. Ólafur sjómaður - Lagið hlaut þriðju verðlaun í danslagakeppni útvarpsins 1966 - Elly og Einar syngja
 11. Mamma mín - Elly syngur
 12. Hreyfilsvalsinn - Lag þetta var á sínum tíma tileinkað starfsfélögum Jenna á Hreyfli - Elly og Einar syngja


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þegar til tals kom að gefa út hin góðkunnu lög Jenna Jóns á einni stórri hljómplötu þótti eðlilegt að gefa undirleíknum sem nýtízkulegastan blæ - laglínunum sjálfum þarf ekki að hrófla við, þær standa alltaf fyrir sínu.

Þórir Baldursson hljómlistarmaður var fenginn til verksins en frami hans á þessu sviði fer sívaxandi á erlendri grund. Þvi hann hefur útsett og tekið þátt í hljóðritunum fyrir heimsfræga listamenn á dægurlagasviðinu. Útsetningar Þóris á þessari plötu bera af öðru sem gert hefur verið af þessu tagi hér á landi siðari árin.

Söngvararnir Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson eru landskunnir. Elly hefur sungið inn á fjölmargar plötur, sem vinsælda hafa notið og Einar Júlíusson þekkja allir fyrir söng hans með hljómsveitinni Pónik um árafjölda. En með þeirri hljómsveit söng Einar inn á nokkrar plðtur fyrir allmörgum árum. Hinn ágæti söngur Einars á plötunni Simsalabimm átti stóran þátt í að gera það lag vinsælt. Þessvegna má segja, að hér sé valinn maður í hverju rúmi. Lög Jenna Jóns, útsetningar Þóris Baldurssonar og söngur Ellyar og Einars.

Flest laga Jenna Jóns eru um aldarfjórðungs gömul, en slíkra vinsælda hafa þau notið, að þau eru fyrir löngu orðin sígild. Með útgáfu þessarar plötu fá þau væntanlega á ný byr undir báða vængi og munu vafalaust hljóma á íslenzkum heimilum næsta aldarfjórðunginn.