Ragnar og Þuríður syngja lög Jónatans Ólafssonar
Ragnar og Þuríður syngja lög Jónatans Ólafssonar | |
---|---|
SG - 094 | |
Flytjandi | Ragnar og Þuríður |
Gefin út | 1976 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Ragnar og Þuríður syngja lög Jónatans Ólafssonar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni syngja Ragnar og Þuríður dægurlög eftir Jónatan Ólafsson. Útsetningar gerði Jón Sigurðsson, bassaleikari og stjórnaði hann jafnframt hljómsveitarundirleik. Er plata þessi tvímælalaust enn ein skrautfjöðrin í hans landskunna útsetjarahatt. Upptaka fór fram hjá Tóntækni h.f. undir stjórn Sigurðar Árnasonar. Mynd á framhlið tók Kristján Magnússon.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Þorskastríðið - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Númi Þorbergs - Ragnar Bjarnason syngur
- Óskir rætast - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Fríða Sæmundsdóttir - Ragnar og Þuríður syngja
- Svala nótt - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Björn Bragi - Þuríður Sigurðardóttir syngur
- Laus og liðugur - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Númi Þorbergs - Bæði syngja
- Loðnuvalsinn - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Númi Þorbergs - Ragnar syngur
- Rökkvar í runnum - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Fríða Sæmundsdóttir - Bæði syngja
- Myndin af þér - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Ásgeir Ingvarsson - Þuríður syngur
- Þú kvaddir mig - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Númi Þorbergs - Bæði syngja
- Skíðavalsinn - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Jökull Pétursson - Ragnar syngur
- Blár varstu sær - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Ólafur Gaukur - Þuríður syngur
- Landleguvalsinn - Lag - texti: Jónatan Ólafsson — Númi Þorbergs - Bæði syngja
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Jónatan Ólafsson píanóleikari og tónskáld er landskunnur hljómlistarmaður. Hann lék í árafjölda á veitingahúsum í Reykjavík og eins var hann um skeið á Siglufirði. Oftast nær stjórnaði hann eigin hljómsveit.
Hin síðari ár hafa lög Jónatans hljómað í óskalagaþáttum Ríkisútvarpsins og verið flutt á skemmtistöðum um land allt. Ber þar hæst lagið Landleguvalsinn, sem áreiðanlega er eitt allra bezta lag af því tagi, sem gert hefur verið hér á landi. Þá gleymist ekki lag hans Í landhelginni, sem hann gerði þegar Íslendingar færðu út í tólf mílur. Hver man ekki eftir upphafsorðum ljóðsins; ,,Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið ...". Ljóð við þetta lag gerði Númi Þorbergs og undrar því engan þó að þeir félagar settust niður á nýjan leik, þegar undirbúningur að plötuútgáfu þessari hófst og gerðu lag um Þorskastríðið. sem er afstaðið þegar þetta er ritað. Lagið verður skemmtileg heimild um þá erfiðu baráttu, því texti Núma er hnyttinn eins og við var að búast og lag Jónatans mjög gott. Á undan og eftir laginu er smátillegg frá samtölum enskra togaramanna við freygátu. Jónatan Ólafsson fór ungur að gera lög og er að finna eitt elzta lag hans á þessari plötu, Kvöldkyrrð, frá því um 1948 og síðan lög hans allt fram til þessa dags, en mörg þeirra hafa hlotið verðlaun, ýmist í danslagakeppni SKT eða FlD. en þær stóðu í blóma á árunum 1950-60. Gamall vinur Jónatans. Númi Þorbergs, hefur gert flest ljóðin við lög Jónatans, og á hann helming ljóðanna á þessari plötu. Þá hefur samstarf Jónatans og frænku hans Fríðu Sæmundsdóttur verið þó nokkuð, en hér eru tvö ljóð eftir hana. Ragnar Bjarnason og Þuríður Sigurðardóttir, bróðurdóttir Jónatans, syngja öll lögin, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar annast undirleik ásamt nokkrum viðbótarmönnum, flestum úr Sinfóniuhljómsveit Íslands, en Grettir Björnsson leikur á hina ómissandi harmoniku af sinni alkunnu smekkvísi í nokkrum lögum. Það er SG-hljómplötum sérstakt ánægjuefni að gefa út þessi ágætu lög Jónatans Ólafssonar. |
||