Fara í innihald

Hannes Jón - Hannes Jón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 052)
Hannes Jón
Bakhlið
SG - 052
FlytjandiHannes Jón
Gefin út1972
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson
Hljóðdæmi

Hannes Jón er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmyndir á plötuumslagi tók Sigurgeir Sigurjónsson.

  1. Hvatning - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson — Hannes Björnsson
  2. Jósefína - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  3. Hudson Bay - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson — Steinn Steinarr
  4. Einmana - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  5. Frænka eldfjalls og ísa - Lag - texti: Bob Dylan - Hrafn Gunnlaugsson
  6. Óskhyggja - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  7. Pása - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  8. Realization - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  9. Á Sprengisandi - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Grímur Thomsen
  10. Hellas - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson — Hannes Björnsson
  11. Minning - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  12. Seiðir og særingar - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson
  13. Bræðralag - Lag - texti: J.S. Bach — Hannes Björnsson
  14. Kveðja (niðurlag) - Lag - texti: Hannes Jón Hannesson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Hannes Jón Hannesson hefur leikið á gítar og sungið um alllangt skeið og er reyndar orðinn landskunnur fyrir. Færri vita, að hann hefur samið lög og ljóð siðustu árin, sem ,,líta dagsins ljós" í fyrsta sinn á þessari plötu. Þá eru hér og ljóð annarra, sem Hannes hefur gert lög við, svo sem Hudson Bay Steins Steinarr, auk þriggja ljóða eftir Hannes Björnsson föður Hannesar Jóns.

Efnisval allt á plötunni er fjölbreytt og frumlegt og fer vart á milli mála, að hlutur Hannesar Jóns á þessari plötu skýtur honum á augabragði í fremstu röð þeirra ungu manna, sem fást við tónlistarsförf af þessu tagi á Íslandi. Þau Snœbjörn Kristjánsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir (en hana má sjá á framhlið plötuumslagsins) aðstoða lítillega með söng. Hljóðfœraleikarar, sem koma við sögu eru Karl Sighvatsson, sem leikur á orgel og píanó (auk þess, sem hann lagði inn nokkrar góðar hugmyndir varðandi útsetningar", svo orð Hannesar Jóns séu notuð), Sigurjón Sighvatsson, sem leikur á bassa, Magnús Magnússon, sem leikur á trommur og Björn R. Einarsson, sem leikur á trombón í því kostulega lagi Jósefína. Hannes Jón leikur á gítar og fleiri strengjahljóðfæri auk munnhörpu og útsetningar gerði hann allar.