Fara í innihald

Þórir Baldursson leikur vinsæl íslensk lög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 037)
Þórir Baldursson leikur vinsæl íslensk lög
Bakhlið
SG - 037
FlytjandiÞórir Baldursson
Gefin út1970
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnÞórir Baldursson
Hljóðdæmi

Þórir Baldursson leikur vinsæl íslensk lög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Þórir Baldursson, sem hefur útsett allar lagasyrpurnar, leikur á hammond-orgel (og lítið eitt á harmoniku) en með honum eru nokkrir kunnir sœnskir hljómlistarmenn. Bernt Rosengren leikur á altó-saxó-fón, tenór-sax og flautu. Leif Bengtsen á trompet, Dave Maytan á bassa-básúnu, Flemming Jörgensen á trommur, Lennart Nyhlén á gítar og Hjörleifur Björnsson á bassa (en Hjörleifur er íslenzkur hljómlistamaður, sem starfað hefur í Svíþjóð í tœpan áratug). Hljóðritun fór fram í STEREO í fullkomnasta stúdíói Stokkhólmsborgar, AB Europafilm undir stjórn (pro-ducer) Þóris Baldurssonar, en tœknimenn voru Gert Palmcrantz og Lars Rosin. Forsíðumynd á umslagi tók Bengt H. Malmqvist.

  1. Blítt og létt - Lag - Oddgeir Kristjánsson
  2. Selja litla - Lag - Jón Jónson frá Hvanná
  3. Viltu með mér vaka í nótt - Lag - Henni Rasmus
  4. Söngur jólasveinanna - Lag - Jón Múli Árnason
  5. Bláu augun þín - Lag - Gunnar Þórðarson
  6. Hún er svo sæt - Lag - Þorvaldur Halldórsson
  7. Þú og ég - Lag - Gunnar Þórðarson
  8. Ship-o-hoj - Lag - Oddgeir Kristjánsson
  9. Vertu sæl mey - Lag - Ási í Bæ
  10. Þórður sjóari - Lag - Ágúst Pétursson
  11. Ljósbrá - Lag - Eiríkur Bjarnason frá Bóli
  12. Sveitin milli sanda - Lag - Magnús Blöndal Jóhannsson
  13. Ást í meinum - Lag - Þórir Baldursson
  14. Gvendur á eyrinni - Lag - Rúnar Gunnarsson
  15. Laus og liðugur - Lag - Jónatan Ólafsson
  16. Fyrsti kossinn - Lag - Gunnar Þórðarson
  17. Brúnaljósin brúnu - Lag - Jenni Jóns
  18. Mikið var gaman að því - Lag - Steingrímur Sigfússon
  19. Játning - Lag - Sigfús Halldórsson
  20. Við bjóðum góða nótt - Lag - Bjarni Böðvarson
  21. Sjómannavalsinn - Lag - Svavar Benediktsson
  22. Síldarvalsinn - Lag - Steingrímur Sigfússon
  23. Síldarstúlkan - Lag - Árni Björnsson
  24. Landleguvalsinn - Lag - Jónatan Ólafsson
  25. Ágústnótt - Lag - Oddgeir Kristjánsson
  26. Bjartar vonir vakna - Lag - Oddgeir Kristjánsson
  27. Við eigum samleið - Lag - Sigfús Halldórsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Þetta er fyrsta hljómplatan af dans- og dægurlaga-plötu að vera, sem út er gefin á Íslandi, þar sem eingöngu er um hljóðfœraleik að rœða (þegar undan eru skildar nokkrar gömludansa plötur). Hér er ekki einn tónn sunginn og enginn söngvari kemur við sögu, þess vegna má ef til vill segja, að hér sé lagt í nokkra áhœttu, þvi löngum hefur góður söngur og fallegir textar verið alls ráðandi í velgengni íslenzkra hljómplatna.

Það er hins vegar von mín, að hljómplata þessi hljóti ekki aðeins vinsœldir, heldur skilji eftir sig nokkur spor, því þegar allt kemur til alls, þá er skemmtilega leikin hljómplata allt eins eiguleg og vel sungin plata. Ég sendi Þóri Baldurssyni lista yfir eitt hundrað íslenzk lög til Svíþjóðar fyrir nokkrum mánuðum, en þar hefur Þórir starfað í tœp tvö ár, en hann var á sínum tíma í hinu frœga Savanna-tríói og stjórnaði síðan eigin hljómsveit, Heiðursmönnum, eftir að Savanna-tríóið leystist upp. Mátti Þórir síðan hafa frjálsar hendur um val 25-30 laga á hljómplötu þessa. Hefur hann valið lög allt frá árunum 1935-40, svo sem Ljósbrá Eiríks Bjarnasonar, Bjartar vonir Oddgeirs Kristjánssonar og Við bjóðum góða nótt Bjarna Böðvarssonar og síðan lögin sem vinsælust voru á árunum 1950-60, en þar má nefna Þórð sjóara Ágústs Péturssonar, Selju litlu Jóns Jónssonar og Landleguvals Jónatans Ólafssonar. Og þá eru einnig lögin frá síðustu árunum, sem helzt hafa markað spor, ber þar að nefna Þú og ég Gunnars Þórðarsonar, Hún er svo sæt Þorvaldar Halldórssonar og Gvend á eyrinni Rúnars Gunnarssonar. Og svo að sjálfsögðu öll hin lögin, sem ekki eru nefnd hér, en talin eru upp annarsstaðar hér á bakhliðinni. Má því svo sannarlega segja, að hér komi fram þverskurður þess, sem bezt hefur verið gert á sviði íslenzkra dœgurlaga frá upphafi vega fram til þessa dags og œtti það allt eins að gera þessa plötu eigulega.