Fara í innihald

Söfn á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Söfn á Íslandi eru söfn á Íslandi. Söfn eru samansöfn vísindalegra eða menningarlega mikilvægra hluta. Í almennri íslenskri orðanotkun er hugtakið safn notað í mun víðtækari merkingu en kveðið er á um í íslensku lögunum um söfn. Í íslensku er sama orð, þ.e. safn, notað um það sem nefnist á ensku museum, collection og exhibition eða á dönsku museum, samling og udstilling.[1]

Á síðustu árum hefur söfnum hefur fjölgað hér á landi og fjöldi safnvísa, setra og sýninga hafa sprottið upp sem ekki uppfylla öll opinber skilyrði þess að teljast söfn, en vinna mörg hver gott starf á sínu sviði.[2]

Hugtakið safn skilgreint í safnalögum nr. 141/2011. Þau lög taka til safna í eigu ríkisins og til annarra viðurkenndra safna, ef frá eru talin bóka- og skjalasöfn enda gilda um þau ákvæði annarra laga. Í 3. gr. laganna segir að söfn séu: „varanlegar stofnanir sem starfa í þágu almennings og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Þau skulu vera opin almenningi. Hlutverk safna er „að tryggja menningar- og náttúruarf Íslands, varpa ljósi á menningar-, náttúru- og listasögu landsins, styrkja safnkost og heimildasöfnun innan síns sérsviðs og gera safnkost sinn og heimildasöfn aðgengileg almenningi og fræðimönnum.“[3] [4]

Ennfremur segir í safnalögunum að söfn eigi hafa „að leiðarljósi að auka lífsgæði manna með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru eða vísinda.“[5]

Ofangreind skilgreining er byggð á viðmiðum Alþjóðaráðs safna, ICOM. [6]

Safnalög kveða á um um viðurkenningu safna, þar sem slíkum söfnum er ætlað að gangast undir ýmis fagleg og rekstrarleg skilyrði.[7]

Þrjú höfuðsöfn á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd sem sýnir Listasafn Íslands, eitt þriggja höfuðsafna Íslands.
Listasafn Íslands í Reykjavík er eitt þriggja höfuðsafna Íslands.
Mynd af Þjóðminjasafninu, eitt þriggja höfuðsafna Íslands.
Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn íslenskra menningarminja.

Á Íslandi hefur löggjafinn ákveðið að í landinu séu þrjú höfuðsöfn, það er Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Höfuðsöfnum er ætlað að vera ráðgefandi og stefnumótandi afl og vinna að samræmdri safnastefnu hvert á sínu sérsviði. [8][9]

Listasafni Íslands er höfuðsafn myndlistar og er ætlað að varpa ljósi á íslenska myndlist, sögu hennar og tengsl við myndlist annarra landa. Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn náttúrufræða og hefur það hlutverk að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn menningarminja og hefur það hlutverk að varpa ljósi á íslenska menningu, sögu hennar og tengsl við menningarsögu umheimsins.

Safnaráð, sem starfar samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, er stjórnsýslunefnd opinber stofnun á fjárlögum og er meginhlutverk þess að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Viðurkennd söfn á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd frá Grasagarði Reykjavíkur sem er viðrkennt safn.
Frá Grasagarðinum í Reykjavík er viðurkennt sem lifandi safn íslenskra og erlendra plantna.
Mynd af Glaumbæjarsafni sem er hluti af Byggðasafn Skagfirðinga.
Frá Glaumbæjarsafni í Skagafirði, Áshús er til vinstri, torfbærinn fyrir miðju og Gilsstofa til hægri. Safnið er hluti af Byggðasafni Skagfirðinga.
Mynd af Hvalasafninu á Húsavík sem er til húsa í gamla sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga.
Hvalasafnið á Húsavík er viðurkennt safn af safnaráði. Það er til húsa í gamla sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga.

Samkvæmt Safnalögum frá árinu 2011 þurfa söfn að fara í gegnum ákveðið ferli til að teljast til „viðurkenndra safna“. Þau þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, svo sem vera í eigu opinberra aðila, sjálfseignarstofnunar, félags eða fyrirtækis sem tryggir safninu fjárhagsgrundvöll; ekki vera rekið í hagnaðarskyni; hafa sjálfstæðan fjárhag; og starfa eftir stofnskrá eða samþykkt sem birt er opinberlega. Enn fremur skal viðurkennt safn starfa í samræmi við skilmála safnaráðs um húsnæði, öryggismál, skráningarkerfi og faglega starfsemi; og hafa upplýsingar um safngripi aðgengilegar almenningi. Jafnframt skal slíkt safn starfa í samræmi við siðareglur Alþjóðaráðs safna (ICOM) og hafa forstöðumann með menntun á ábyrgðarsviði safnsins.[10]

Opinber viðurkenning á safni er forsenda þess að þau geti sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði sem rekinn er á vegum ríkisins.

Árið 2021 höfðu 46 söfn hlotið viðurkenningu safnaráðs:[11]


Mynd af Safnaeyju í Berlínarborg, Þýskalandi.
Frá Safnaeyjunni í Berlínarborg, Þýskalandi.
  1. Alþingi (30. mars 2011). „Frumvarp til safnalaga. (Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  2. Alþingi (30. mars 2011). „Frumvarp til safnalaga. (Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  3. Alþingi (2011). „Safnalög nr. 141/2011“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  4. Alþingi (30. mars 2011). „Frumvarp til safnalaga. (Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  5. Alþingi (2011). „Safnalög nr. 141/2011“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  6. Alþingi (30. mars 2011). „Frumvarp til safnalaga. (Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  7. Alþingi (30. mars 2011). „Frumvarp til safnalaga. (Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  8. Alþingi (30. mars 2011). „Frumvarp til safnalaga. (Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  9. Alþingi (2011). „Safnalög nr. 141/2011“. Alþingi. Sótt 13. mars 2021.
  10. Safnaráð. „Hvað er viðurkennt safn?“. Sótt 13. mars 2021.
  11. Safnaráð (2021). „Listi yfir viðurkennd söfn“. Sótt 13. mars.