Sólgleraugu

Sólgleraugu eru gleraugu með lituðu gleri, notuð til að deyfa birtu frá sterku sólarljósi. Þau eru einnig notuð sem tískuskart eða til að hylja augu og í sumum tilfellum jafnvel glóðaraugu fyrir öðrum. Sum sólgleraugu vernda augun gegn útfjólublárri geislun sem getur skaðað sjónhimnuna.