Fara í innihald

Sólbrúður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólbrúður
Cineraria geifolia
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae))
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættkvísl: Cineraria
Silfurkambur (Senecio cineraria)

Sólbrúður (fræðiheiti Cineraria) er ættkvísl blómplantna af körfublómaætt. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru flestar upprunnar í Suður-Afríku en nokkrar er þó frá norðlægari slóðum. Innan sólbrúða eru bæði jurtir og jarðlægir runnar.

Áður voru fleiri tegundir flokkaðar til sólbrúðar ættkvíslarinnar og innan hennar töldust þá blóm frá Kanaríeyjum og Madeiraeyjum. Þær tegundir hafa nú verið færðar í sérstaka ættkvísl Pericallis og þar á meðal algeng skrautjurt (Pericallis x hybrida) sem hefur gengið undir nafninu sólbrúður hjá blómasölum.