Úljanovsk
Útlit
(Endurbeint frá Símbírsk)

Úljanovsk (rússneska: Ульяновск) er borg í Rússlandi og höfuðstaður Úljanovskfylkis. Mannfjöldi var um það bil 626 þúsund árið 2018. Borgin var fæðingarstaður Vladímírs Lenín, fyrsta leiðtoga Sovétríkjanna.
Borgin hét upphaflega Símbírsk (rússneska: Симбирск) en nafni hennar var breytt eftir dauða Leníns árið 1926. Nafnið Úljanovsk er dregið af upphaflegu ættarnafni Leníns, Úljanov.
