Sígildar sögur með myndum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sígildar sögur með myndum (en oftast stytt í Sígildar sögur) voru myndasögutímarit byggðar á hinum ýmsu heimsbókmenntum Vesturlanda. Einnig voru aðrar frægar sögur gefnar út með sama hætti. Nokkur tölublöð úr ritröðinni voru þýdd á íslensku. Fyrst voru gefin út 26 tölublöð árið 1956-1957, síðan 23 tölublöð á árunum 1987-1989.

Ritröðin hófst árið 1941 hjá útgefandanum Elliot Publishing. Sögurnar hafa síðan verið gefnar út hjá ýmsum útgáfufyrirtækjum. Fyrirtækið First Comics gaf þær út í byrjun tíunda áratugarins, Jack Lake Productions árið 2003 og síðast Papercutz árið 2007.

Íslenskar þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

Íslenskar þýðingar gefnar út 1956-1957[breyta | breyta frumkóða]

 1. Lísa í Undralandi
 2. Ferðin til tunglsins
 3. Ævintýrið um Kit Carson
 4. Hamlet
 5. Daníel Boone
 6. Innrásin frá Marz
 7. Lifandi bráð
 8. William Tell
 9. Uppreisnin á Bounty
 10. Leitin að Livingstone
 11. Mærin frá Orleans
 12. Davy Crockett
 13. Ilionskviða
 14. Rauði ræninginn
 15. Buffalo Bill
 16. Verndargripurinn
 17. Moby Dick
 18. Prinsinn og betlarinn
 19. Stikilsberja Finnur
 20. Æfintýri í undirdjúpum
 21. Undraeyjan
 22. Macbeth
 23. Gulleyjan
 24. Riddarar hringborðsins
 25. Odysseifskviða
 26. Námur Salomons konungs

Íslenskar þýðingar gefnar út 1987-1989[breyta | breyta frumkóða]

 1. Lísa í Undralandi
 2. Davy Crockett
 3. Prinsinn og Betlarinn
 4. Innrásin frá Mars
 5. Ævintýrið um Kit Carson
 6. William Tell
 7. Ilíonskviða
 8. Leitin að Livingstone
 9. Mærin frá Orleans
 10. Odysseifskviða
 11. Ævintýri í undirdjúpum
 12. Skytturnar þrjár
 13. Stikilsberja-Finnur
 14. Riddarar hringborðsins
 15. Undraeyjan
 16. Lóðsinn
 17. Námur Salomons Konungs
 18. Gulleyjan
 19. Lifandi bráð
 20. Macbeth
 21. Rauði ræninginn
 22. Ferðin til tunglsins
 23. Hamlet

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.