Fara í innihald

Sænska frystihúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sænska frystihúsið (eða Sænsk-íslenska frystihúsið) var fyrsta frystihúsið á Íslandi sem var sérstaklega byggt sem slíkt, og þegar húsið var reist var það stærsta hús á landinu. Húsið tók í fyrsta sinn á móti fiski til frystingar þann 18. febrúar 1930. Það hætti að taka móti fiski til útflutnings árið 1967-1968, en húsið var samt notað áfram. Árið 1974 flutti t.d. Kraftlyftingasamband Íslands í húsið, en Reykjavíkurborg útvegaði húsnæðið að frumkvæði Alberts Guðmundssonar, og þar æfðu menn fram í byrjun febrúar árið 1976. [1] Frystihúsið var síðan rifið árið 1981 þegar það varð að víkja fyrir Seðlabankahúsinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kraft.is
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.