Sámsey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
DenmarkSamsø.png

Sámsey (Samsø á dönsku) er dönsk eyja í Kattegat, milli Jótlands og Sjálands. Þar búa um 3.650 (janúar 2020) manns í 22 bæjum. Eyjan er meðal annars þekkt fyrir kartöflurækt.

Sagnaritarinn Þormóður Torfason gerðist sekur um morð á verti nokkrum í Sámsey árið 1672 á leið heim frá Íslandi. Fyrir þetta var hann dæmdur til dauða, en var síðan náðaður.

Orðsifjar; kemur fyrst fyrir 1075 sem Samse. Orðsifjar annars ekki þekktar.[1] Talið er að orðið sé upprunalega ósamsett og -ey því síðari tíma umbreyting.

Hæsta grund er 64 m. Ballebjerg.


  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Politikens nudansk ordbog (1992), entry: Samsø Snið:In lang