Ruslakeppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ruslakeppur eða ruslabaggi er matur sem gerður var á Íslandi fyrr á tímum. Hann er búinn til úr ýmsu smálegu innan úr sauðkindum sem ekki var notað í aðra matargerð og er löngu hætt að hirða, eins og til dæmis brisinu, kirtlum, lakanum, görnum, milta og fleiru. Þetta var sett innan í þind og hún saumuð saman. Ruslakeppur var yfirleitt ætlaður hundum, en fólk brá stundum á það ráð að borða ruslabagga ef sultur svarf að.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.