Fara í innihald

Rotting Christ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rotting Christ spila í Grikklandi (2015).

Rotting Christ er grísk svartmálmshljómsveit sem stofnuð var árið 1987 í Aþenu. Bræðurnir Sakis og Themis Tolis eru stofnmeðlimir. Sveitin var meðal fyrstu sveita sem spiluðu svartmálm í Grikklandi og nágrenni.

Rotting Christ hefur blandað grískum þjóðlegum áhrifum inn í tónlist sína, t.d. sekkjapípum. Einnig hafa verið áhrif úr gotnesku þungarokki, iðnaðartónlist og munkasöng. Þemur um goðsagnir, dulspeki og myrkrahöfðingjann hafa verið stef í textum sveitarinnar.

Sveitin hefur vakið umtal og sætt viðurlögum vegna ímyndar sinnar en forsprakki Megadeth, Dave Mustaine, neitaði að spila á grískri tónlistarhátíð ef Rotting Christ fengi að spila. RC afboðuðu komu sína. [1] Meðlimir sveitarinnar voru handteknir við komuna til Georgíu vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. Að endingu fengu þeir að spila á tónleikum í landinu. [2]

Rotting Christ hefur spilað í Reykjavík og á Eistnaflugi, Neskaupsstað. Myndbandið við lagið, Like Father and Son (2024) var tekið upp á Íslandi. [3]

Slöngustjarnan, brezinacantha tolis, steingervingur skyldur krossfiskum, var nefnd eftir Tolis-bræðrum. [4]

  • Sakis Tolis − Söngur, gítar, hljómborð, bassi (í upptökum) (1987–)
  • Themis Tolis − Trommur (1987–present)
  • Kostas "Spades" Heliotis − Bassi, bakraddir (2019–)
  • Kostis Foukarakis − Gítar, bakraddir (2019–)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Thy Mighty Contract (1993)
  • Non Serviam (1994)
  • Triarchy of the Lost Lovers (1996)
  • A Dead Poem (1997)
  • Sleep of the Angels (1999)
  • Khronos (2000)
  • Genesis (2002)
  • Sanctus Diavolos (2004)
  • Theogonia (2007)
  • Aealo (2010)
  • Κατά τον δαίμονα εαυτού (2013)
  • Rituals (2016)
  • The Heretics (2019)
  • Pro Xristou (2024)

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Passage to Arcturo (1991)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. ROTTING CHRIST Mainman Feels 'Sorry' For MEGADETH's DAVE MUSTAINE Blabbermouth.net
  2. Rotting Christ arrested in Georgia under suspicion of terrorism Loudwire.com
  3. Like Father and Son Youtube
  4. New Fossil Species Discovery Named After ROTTING CHRIST Blabbermouth.net