Fara í innihald

Rosario Murillo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rosario Murillo
Murillo árið 2024.
Forseti Níkaragva
(ásamt Daniel Ortega)
Núverandi
Tók við embætti
30. janúar 2025
ForveriDaniel Ortega (sem eini forsetinn)
Varaforseti Níkaragva
Í embætti
10. janúar 2017 – 30. janúar 2025
ForsetiDaniel Ortega
ForveriOmar Halleslevens
EftirmaðurEmbætti lagt niður
Persónulegar upplýsingar
Fædd22. júní 1951 (1951-06-22) (73 ára)
Managva, Níkaragva
StjórnmálaflokkurÞjóðfrelsisfylking sandínista
Maki
TrúarbrögðKaþólsk
Börn2 með Jorge Narváez
1 með Moisés Hassan
7 með Daniel Ortega
ÆttingjarAugusto César Sandino (ömmubróðir)
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Rosario María Murillo Zambrana (f. 22. júní 1951) er níkarögsk stjórnmálakona, skáld og einræðisherra[1][2] sem hefur verið sam-forseti Níkaragva ásamt eiginmanni sínum, Daniel Ortega, frá janúar 2025.

Murillo var áður varaforseti Níkaragva frá 2017 til 2025 og forsetafrú Níkaragva frá 2007 til 2025 og 1985 til 1990 sem eiginkona Ortega forseta. Murillo hefur verið helsta talskona níkarögsku ríkisstjórnarinnar,[3] ráðherra,[4] forstöðumaður Sandínistasamtaka menningarverkafólks, og samskiptastjóri samskipta- og borgararáðs Níkaragva. Hún tók við embætti varaforseta Níkaragva þann 10. janúar 2017.[5][6] Í ágúst 2021 hóf Evrópusambandið efnahagsþvinganir gegn henni vegna meintra mannréttindabrota.[7]

Murillo fæddist í Managva í Níkaragva. Faðir hennar var Teódulo Murillo Molina (1915–1996), bómullarbóndi og búfjáreigandi. Móðir hennar var Zoilamérica Zambrana Sandino (1926–1973; dóttir Orlando José Zambrana Báez og Zoilaméricu Sandino Tiffer), systurdóttir hershöfðingjans Augusto César Sandino (1895–1934) sem barðist gegn hernámi Bandaríkjamanna í Níkaragva.[8][9] Hún giftist Daniel Ortega og eignaðist átta börn.[10]

Murillo gekk í kaþólska stúlknaskólann Colegio Teresiano í Managva. Hún stundaði gagnfræðanám við Greenway Convent Collegiate School í Tiverton í Bretlandi og listnám við Institut Anglo-Suisse Le Manoir í La Neuveville í Sviss.[10] Murillo er með próf í ensku og frönsku frá Cambride-háskóla í Bretlandi. Hún gekk líka í opinbera háskólann Universidad Nacional Autónoma de Nicaragua í heimaborg sinni.[11]

Sandínisti

[breyta | breyta frumkóða]

Murillo gekk í Þjóðfrelsisfylkingu sandínista (FSLN) árið 1969 og veitti skæruliðum sandínista hæli á heimili sínu í Managva, þar á meðal Tomás Borge, einum stofnenda sandínistahreyfingarinnar.[10]

Snemma á áttunda áratugnum vann Murillo fyrir fréttablaðið La Prensa sem ritari tveggja þekktustu manna í níkarögsku stjórnmála- og bókmenntalífi, Pedro Joaquin Chamorro og Pablo Antonio Cuadra. Murillo var handtekin í Estelí árið 1976 fyrir stjórnmálaafskipti sín. Hún flúði stuttu síðar land og bjó í nokkra mánuði í Panama og Venesúela. Hún flutti síðar til Kosta Ríka, þar sem hún helgaði líf sitt stjórnmálunum að fullu, tók þátt í stofnun neðanjarðarútvarpsstöðvarinnar Radio Sandino, og kynntist verðandi eiginmanni sínum, Daniel Ortega.[12] Þegar sandínistar steyptu Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979 sneri hún aftur til Níkaragva.[12]

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Murillo hóf að safna að sér pólitískum völdum árið 1998 þegar hún kom Ortega til varnar eftir að dóttir hennar og stjúpdóttir hans, Zoilamérica Narváez Murillo,[13] sakaði hann um að hafa brotið á sér kynferðislega í mörg ár.[14] Murillo sagði ásakanirnar „fullkomlega falskar“[14] og tók síðan opinberlega afstöðu með Ortega og fordæmdi dóttur sína, sem hefur ávallt staðið við ásakanirnar.[13] Dómsmáli gegn Ortega var vísað frá hæstarétti landsins árið 2001 þar sem það var fyrnt.[12]

Ortega var kjörinn forseti árið 2006 og endurkjörinn árið 2011. Í kosningunum 2016 bauð Murillo sig fram sem varaforseti í framboði Ortega. Lucia Newman, blaðamaður hjá Al Jazeera, hefur sagt um Murillo að hún hafi „víða verið álitin valdið á bak við forsetaembættið“.[15]

Á kjörtímabilinu brutust út fjöldamótmæli gegn stjórninni þar sem 309 manns höfðu látist í júlí 2018, þar af 25 manns undir 17 ára aldri.[16] Þann 27. nóvember 2018 gaf Donald Trump Bandaríkjaforseti út stjórnartilskipun þar sem efnahagsþvingunum var beint sérstaklega að Murillo og að aðstoðarmanninum Néstor Moncada Lau.[17]

Sam-forseti Níkaragva (2025–)

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 20. nóvember 2024 kynnti Ortega tillögur að stjórnarskrárbreytingum til að lengja kjörtímabil sitt úr fimm árum í sex og lýsa Murillo sam-forseta.[18] Breytingarnar voru samþykktar í fyrstu umræðu á níkaragska þinginu þann 22. nóvember[19] og tóku gildi eftir aðra umræðu þann 30. janúar 2025.[20]

Murillo talar spænsku, ensku, ítölsku og frönsku og getur lesið þýsku.[21][22] Murillo er rómversk-kaþólsk og leggur mikla áherslu á Maríudýrkun.[23][24][25]

Murillo kom Ortega til varnar þegar dóttir hennar, Zoilamérica, sakaði hann um kynferðislegt ofbeldi á tíunda áratugnum. Þetta litar enn orðspor hennar meðal sumra Níkaragvamanna í dag. Zoilamérica reyndi að leita réttar síns fyrir dómstólum en Ortega naut friðhelgi sem þingmaður.[26]

Murillo er þekkt fyrir skoðanir og siði í anda nýaldarstefnu.[27]

Í dægurmenningu

[breyta | breyta frumkóða]

Rosario Murillo birtist í heimildamyndinni Exiliada, sem fjallar um dóttur hennar, Zoilaméricu Narváez, og ásakanir hennar um kynferðisofbeldi gegn Daniel Ortega.[28]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Nicaragua: Ortega and wife to assume absolute power after changes approved“. The Guardian. 22 nóvember 2024. Sótt 2 febrúar 2024.
  2. Granger, Max (25 ágúst 2024). „Is Nicaragua's Dictatorship Nearing Its End?“. Foreign Policy. Sótt 2 febrúar 2024.
  3. „Iran and Nicaragua in barter deal“. BBC News. 5 ágúst 2007. Afrit af uppruna á 15 janúar 2009. Sótt 5 október 2007.
  4. „Nicaragua-Venezuela Talk Cooperation“. Prensa Latina. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 janúar 2008. Sótt 15 janúar 2008. „... informed Government minister and first lady, Rosario Murillo.“
  5. „Morning Star :: Nicaragua: Sandinista Ortega sworn in for fourth term as president | The People's Daily“. www.morningstaronline.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 janúar 2017.
  6. Goldman, Francisco (29. mars 1987). „Poetry and Power in Nicaragua“. The New York Times. Afrit af uppruna á 11 janúar 2024. Sótt 5 október 2007.
  7. „EU sanctions Nicaragua's first lady and vice-president over human rights violations“. Guardian. 2 ágúst 2021. Afrit af uppruna á 8 ágúst 2021. Sótt 8 ágúst 2021.
  8. Gadea, Francisco (4 nóvember 2015). „Desde España, Aparicio Sandino se estableció en Nicaragua“. Stereo Romance (105.3 FM) (spænska). Sótt 23 júní 2021.[óvirkur tengill][óvirkur tengill]
  9. del Castillo Ortiz, Marcos Antonio (1 janúar 2020). Le Marois, Jacques; Baboin, Renaud; Cassaigne, Julie (ritstjórar). „Zoilamérica Sandino Tiffer“. GeneaNet (enska). París, Frakklandi: Geneanet SA. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 október 2020. Sótt 23 júní 2021.
  10. 10,0 10,1 10,2 Laguna, Xiomara (20. mars 2007). Ortiz, Igor; Vázquez, Ronald; Molina, Mellkcon; Cantarero Pineda, Maryine; Sacasa Pasos, Alejandro (ritstjórar). „Etapas más importantes de Rosario Murillo“. Canal 2 (Televicentro de Nicaragua) (spænska). Managva, Níkaragva: Televicentro de Nicaragua, S.A. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 nóvember 2007. Sótt 23 júní 2021.
  11. Ramos, Helena. „Rosario Murillo: Una cadencia de fervores“. Asociación Nicaragüense de Escritoras (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 14 apríl 2013. Sótt 5 október 2007.
  12. 12,0 12,1 12,2 Otis, John (24. mars 2015). Beiser, Elana; Dunham, Jennifer; Zeveloff, Naomi; Crouch, Erik (ritstjórar). „Long silence from Nicaragua's president as first lady keeps press at arm's length“. Committee to Protect Journalists (CPJ) (enska). New York-borg, New York, Bandaríkin. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 júní 2020. Sótt 23 júní 2021.
  13. 13,0 13,1 Rauen, Alexia; Stolle-McAllister, John; Hall, Sharri K.; Timmons, Liam; Quinteros, Erika (19 júní 2017). Zamorano, Patricio; Mills, Frederick B.; Clark-Gollub, Jill; Camcaro, William (ritstjórar). „Nicaragua's Proposed Legal Reforms Hinder Women's Rights and Threaten Political Opposition“. Council on Hemispheric Affairs (COHA) (enska). Washington, D.C., United States of America: Council on Hemispheric Affairs, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 júní 2017. Sótt 23 júní 2021.
  14. 14,0 14,1 Cad (1 janúar 1998). Douglas, Carol Anne; Dejanikus, Tacie; Robertson, Amaya; Whatley, Sherri; Butterbaugh, Laura; Elliott, Farar; Manzano, Angie; Mantilla, Karla; Rubby, Jennie; Smith, Jenn; Henry, Alice; Young, Angie (ritstjórar). „Nicaragua: Ortega charged with abusing stepdaughter“. Off Our Backs (OOB) (enska). 28 (4). Arlington, Virginía, Bandaríkin: Off Our Backs, inc.: 7. ISSN 0030-0071. JSTOR 00300071. LCCN sv86023034. OCLC 1038241.
  15. Newman, Lucia (7 nóvember 2016). Trendle, Giles; Al Thani, Hamad bin Thamer (ritstjórar). „Nicaragua: President Ortega on course for third term“. Al Jazeera. Doha, Qatar: Al Jazeera Media Network. Al Jazeera Santiago de Chile Bureau. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 júní 2021. Sótt 23 júní 2021.
  16. „Cifra de muertos por crisis en Nicaragua asciende a 309“. El Nuevo Diario (spænska). Managua, Nicaragua: El Nuevo Diario, S.A. de C.V. (Editora Nuevo Amanecer). Afrit af upprunalegu geymt þann 3 júlí 2018. Sótt 23 júní 2021.
  17. „President Donald J. Trump is Pressuring the Nicaraguan Regime to Restore Democracy and the Rule of Law“. WhiteHouse.gov (archival version of President Trump's tenure) (enska). Washington, D.C., United States of America: White House Office of the Press Secretary. Afrit af upprunalegu geymt þann 20 janúar 2021. Sótt 23 júní 2021 – gegnum National Archives.
  18. „Nicaragua's Ortega proposes reform to make him and his wife 'copresidents'. Associated Press. 21 nóvember 2024. Sótt 21 nóvember 2024.
  19. „Nicaragua OKs reform to boost powers of president, wife“. France 24. 23 nóvember 2024. Sótt 23 nóvember 2024.
  20. „Nicaragua makes Daniel Ortega and his wife Murillo 'copresidents,' fueling democratic rebuke“. AP News. 31 janúar 2025. Sótt 31 janúar 2025.
  21. Salinas Maldonado, Carlos. „Su majestad Murillo; Culta y Ambiciosa“. La Prensa (spænska). Afrit af uppruna á 7. mars 2008. Sótt 17 febrúar 2008.
  22. Laguna, Xiomara. „Murillo la voz de Ortega“. Canal 2 (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 23 júlí 2007. Sótt 17 febrúar 2008.
  23. „Declaraciones de la compañera Rosario Murillo, Vice Presidenta de Nicaragua (08/09/2020) (Texto íntegro)“. La Voz del Sandinismo (spænska). 8. september 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2021. Sótt 11. september 2021.
  24. „Compañera Rosario Murillo en Multinoticias (3-11-20)“. Canal 4 (spænska). 4 nóvember 2020. Afrit af uppruna á 18 janúar 2022. Sótt 17 janúar 2022.
  25. „Compañera Rosario: Festejamos a la Virgen María colmados de amor, salud y fuerza“. La Voz del Sandinismo (spænska). 7. desember 2020. Afrit af uppruna á 11. september 2021. Sótt 11. september 2021.
  26. „Nicaragua president's running mate: his wife“. The Independent. 2 nóvember 2016. Afrit af uppruna á 22 maí 2018. Sótt 22 maí 2018.
  27. „With Savvy And New-Age Speeches, A First Couple Runs Nicaragua“. NPR.org (enska). Afrit af uppruna á 2. september 2022. Sótt 2. september 2022.
  28. „Documental "Exiliada" ya puede verse en Nicaragua“. Niú (spænska). 7 maí 2020. Afrit af uppruna á 6. september 2021. Sótt 6. september 2021.