Romain Grosjean
Romain Grosjean | |
---|---|
![]() Grosjean árið 2021 | |
Fæddur | Romain David Jeremie Grosjean 17. apríl 1986 |
Þjóðerni | ![]() |
Romain David Jeremie Grosjean (f. 17. apríl, 1986) er franskur og svissneskur ökumaður sem keyrir undir frönskum fána. Grosjean keppir í IMSA Sportbíla-meistaramótaröðinni (IMSA SportsCar Championship) fyrir lið Lamborghini. Einnig er hann varaökumaður Prema-liðsins í Indycar. Grosjean fæddist í Sviss og faðir hans er svissneskur en móðir hans er frönsk.
Formúla 1
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2009 keppti Grosjean sína fyrstu keppni í Formúlu 1 með Renault liðinu og það á miðju tímabili eftir að Nelson Piquet Jr. var látinn fara frá liðinu eftir Crashgate skandalinn. [1] Grosjean keppti 7 keppnir það árið en hann endaði með ekkert stig fyrir tímabilið. Grosjean fékk ekki sæti í Formúlu 1 árið 2012 en hann sneri aftur í hana árið 2012 þegar hann keppti með liði Lotus ásamt liðsfélaga sínum Kimi Räikkönen. Grosjean var með Lotus liðinu í fjögur ár frá árinu 2012 til 2015. Tímabilið 2012 endaði Grosjean 3 sinnum á verðlaunapalli, náði öðru sæti í Kana og þriðja sæti bæði í Bahrain og Ungverjalandi. Hann fór í keppnisbann eftir Belgíska kappaksturinn eftir að hann keyrði á Lewis Hamilton sem endaði með nokkrum árekstrum þar sem hann þurfti að hætti keppni ásamt Hamilton, Sergio Pérez og Alonso. [2] Grosjean var dæmdur í bann í einn kappakstur og var þetta fyrsta kappaksturs bannið í Formúlu 1 síðan að Michael Schumacher fór í bann árið 1994. Það var síðan ekki fyrr en árið 2024 að annar ökumaður þá Kevin Magnussen fór í keppnisbann í Formúlu 1. [3] Tímabilið 2013 var besta tímabil Grosjean í Formúlu 1, þar náði einu sinni öðru sæti og fimm sinnum endaði hann í þriðja sæti. Tímabilin 2014 og 2015 voru ekki eins góð hjá honum og náði hann bara einu sinni á verðlaunapall á þessum tveimur árum.
Fyrir tímabilið 2016 skipti Grosjean til Haas liðsins og varð með þeim til ársins 2020. Árangur Grosjean á Haas árunum var ekkert sérstakur, hann endaði aldrei á verðlaunapalli á þessum 5 árum með liðinu. Hann endaði aldrei ofar en í 13. sæti í heimsmeistaramótinu á þessum 5 árum.. Síðasta keppni Grosjean í Formúlu 1 var í Bahrain kappakstrinum árið 2020 þar sem hann lenti í svakalegum árekstri. Þar lenti hann í snertingu við Daniil Kvyat ökumanns Alpha Tauri, sem gerði það að verkum að Grosjean keyrði á vegg, bíllinn fór í tvennt, bensín fór að leka og mikill eldur kom upp. Grosjean náði að forða sér fyrir rest en þó naumlega með hjálp Halo. Þá fékk hann hættuleg brunasár út frá atburðinum sem gerði það að verkum að hann missti af síðustu tveimur keppnum tímabilsins. [4]
IndyCar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2021 fór Grosjean að keppa í IndyCar mótaröðinni. Það ár keppti hann með Dale Coyne liðinu. Árið 2022 til 2023 með Andretti og árið 2024 með Juncos Hollinger. Árið Dale Coyne liðinu náði Grosjean þrisvar sinnum í verðlaunapall. Með Andretti endaði Grosjen bæði í 13. sæti tímabilin 2022 og 2023 þar sem hann náði öðru sæti í þremur keppnum. Tíminn hjá Andretti var nokkuð erfiður hjá Grosjean þar sem hann þurfti að hætta nokkrum keppnum út af árekstrum. Með Juncos Hollinger liðinu endaði Grosjean tímabilið í 17. sæti með engan verðlaunapall. Árið 2025 er hann síðan varaökumaður liðs Prema í IndyCar ásamt því að keppa í IMSA Sportbíla-meistaramótaröðinni með Lamborghini liðinu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Coleman, Madeline (17. ágúst 2023). „F1's 'Crashgate' scandal returns as Felipe Massa seeks justice for a lost title“. The Athletic. Sótt 9. mars 2025.
- ↑ Strang, Simon (2. september 2012). „Belgian GP: Romain Grosjean gets one-race ban for start crash“. Autosport. Sótt 09. mars 2025.
- ↑ Braybrook, Rebecca (2. september 2024). „Kevin Magnussen race ban - all F1 drivers to have previously been banned“. Autosport. Sótt 9. mars 2025.
- ↑ Ramsay, George (22. febrúar 2023). „Burnt-out remains of Romain Grosjean's F1 car from Bahrain crash to go on display“. CNN Sports. Sótt 9. mars 2025.