Robert Reich

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Reich árið 1993

Robert Bernard Reich (f. 24. júní 1946) er bandarískur hagfræðingur, háskólakennari, rithöfundur og þjóðfélagsrýnir. Hann vann fyrir ríkisstjórnir Gerald Ford, Jimmy Carter og Bill Clinton. Hann var atvinnumálaráðherra frá 1993 til 1997. Hann var í ráðgjafahópi Barack Obama um efnahagmál. Reich var prófessor við Berkley-háskóla frá 2006 og áður var hann prófessor við Harvard-háskóla og prófessor við Heller School for Social Policy and Management við Brandeisháskólann. Hann hefur verið í ritstjórn ýmissa tímarita svo sem The New Republic, The American Prospect , Harvard Business Review, The Atlantic, The New York Times og The Wall Street Journal.

Reich hefur gefið út 18 bækur, þar á meðal eru metsölubækurnar The Work of Nations, Reason, Saving Capitalism, Supercapitalism, Aftershock: The Next Economy and America's Future og Beyond Outrage. Hann stýrir félagasamtökunum Common Cause og skrifar eigin hugleiðingar um þjóðfélgsmál og hagfræði á Robertreich.org. Fræðslukvikmyndirnar Saving Capitalism frá 2017 og Inequality for All frá 2013 sem hann stóð að ásamt öðrum hafa hlotið viðurkenningar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Greinin Robert Reich á ensku wikipedia