Robert D. Putnam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Putnam flytur fyrirlestur árið 2004

Robert David Putnam (fæddur 9. janúar 1941) er bandarískur stjórnmálafræðingur. Hann hefur verið prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og gengdi um tíma stöðu forseta þess skóla. Putnam hefur verið ráðgjafi þjóðarleiðtoga eins og Bill Clinton, Barack Obama, George W. Bush, Tony Blair, Gordon Brown og Nicolas Sarkozy. Hann hefur gefið út fjölda bóka og eru þar á meðal bækurnar „Making Democracy Work“ og „Bowling Alone: The Collapse and Revival of American Community“.

Putnam er þekktur fræðimaður fyrir rannsóknir á félagsauð en fysta framlag hans var að rannsaka gögn yfir tvo áratugi um héraðsstjórnir á Ítalíu. Robert Putnam gaf út rit sitt „Making Democracy Work. Civic Traditions in Modern Italy“ árið 1993.

Í bókinni Bowling Alone lýsir hann minnkandi félagsauð í Bandaríkjunum og afleiðingum þess á bandarískt samfélag. Putnam skilgreinir félagsauð sem menningarlegt fyrirbæri sem byggir á gildum, normum og félagsneti sem skýri athafnir fólks og bæti skilvirkni samfélags.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]