Rjómabúið á Baugsstöðum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stokkseyri. Rjómabúið er rétt hjá Stokkseyri

Rjómabúið á Baugsstöðum er rjómabú sem var stofnað af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og öðrum nágrannahreppum árið 1904 en var tekið í notkun árið 1905. Rjómabúið stendur við Þórðarker við Baugsstaðaá og var það Jón Gestsson sem að smíðaði húsið. Rjómabúið var síðast í notkun árið 1952 og er það lengst starfandi rjómabú sem uppi hefur verið á Íslandi en þegar mest var um rjómabú á hér á landi voru þau um 30 starfandi.

Stofnað var varðveislufélag um rjómabúið árið 1971 en fjórum árum seinna árið 1975 var rjómabúinu breytt í safn sem að nú er opið almenningi, á safninu er hægt að finna allan þann búnað sem að notaður var þegar rjómabúið var enþá starfandi og svo eru upprunalegar vélar rjómabúsinns settar í gang fyriri gesti. Vélarnar í rjómabúinu gengu fyrir vatni frá vatnshjóli en það var grafinn 1500 metra langur skurður úr Hólavatni svo hægt væri að setja vélarnar í gang. Í rjómabúinu var framleitt smjör, ostur og fleira sem gert var úr rjóma, flest þess sem framleitt var í rjómabúinu var selt til Englands undir nafninu “Danish butter”.

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Byggðarsafn Árnesinga. Rjómabúið á Baugsstöðum. Skoðað 28. nóvember, 2017, http://www.husid.com/onnur-sofn/rjomabuid-a-baugsstodum/