Ritdómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ritdómur er texti, gjarnan stuttur, í dagblaði eða tímariti þar sem sett er fram greining, túlkun og mat á ritverki. Ritdómur (eða gagnrýni) aðgreinist frá bókmenntarýni að því leyti að ritdómur er ekki nauðsynlega fræðilegur heldur tjáir viðbrögð og mat ritdómarans á verkinu. Ritdómar eiga sér mun styttri sögu en bókmenntarýni, eða aftur til nítjándu aldar. Einn helsti frumkvöðull greinarinnar var bandaríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Edgar Allan Poe. Af íslenskum ritdómurum má nefna Ólaf Jónsson og Árna Bergmann. Meðal þeirra ritdóma sem fleygir hafa orðið á Íslandi má nefna ritdóm Jónasar Hallgrímssonar um rímur Sigurðar Breiðfjörð.