Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra
Auglýsing úr Morgunblaðinu
LeikstjóriÆvar Kvaran
HandritshöfundurLoftur Guðmundsson
FramleiðandiÓskar Gíslason
Leikarar
Frumsýning19. október, 1951
Tungumálíslenska

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra er leikin íslensk gamanmynd í fullri lengd eftir Óskar Gíslason. Leikstjóri var Ævar Kvaran. Kvikmyndin fjallar um Bakkabræður sem komast í kynni við þrjár stúlkur úr Reykjavík. Þær bjóða þeim að heimsækja sig í borgina. Þeir aka þangað á gömlum traktor og lenda í vandræðum í umferðinni í borginni. Loks komast þeir heim til stúlknanna þar sem þeir reyna meðal annars að strokka smjör í þvottavél. Ævintýrið endar með því að þeir sjá stúlkurnar á leikæfingu í Þjóðleikhúsinu, halda að það sem gerist á sviðinu sé raunverulegt og reyna að bjarga þeim, með þeim afleiðingum að þeim er hent út með harðri hendi.

Kvikmyndin var sýnd í Stjörnubíói við Laugaveg og önnur stutt kvikmynd eftir Óskar, Töfraflaskan, sýnd með sem aukamynd.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.