Reykjavík (fréttablað)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Reykjavík var íslenskt frétta- og auglýsingablað sem gefið var út í Reykjavík frá 24. febrúar árið 1900 til ársloka 1913. Það hóf göngu sína fyrst og fremst sem auglýsingarit en varð um tíma eitt útbreiddasta blað landsins og virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þorvarður Þorvarðarson prentari var útgefandi og ábyrgðarmaður Reykjavíkur fyrstu þrjú árin. Í byrjun voru auglýsingar meginefni blaðsins og útgáfan óregluleg en árið 1902 var það gert að vikublaði og fékk undirtitilinn fréttablað-skemmtiblað. Tók Jón Ólafsson að rita í það um bókmenntir og erlendar fréttir.

Átið 1903 komst blaðið í eigu nýs útgáfufélags og var Jón Ólafsson gerður að ritstjóra þess. Brot blaðsins var stækkað og upplagið aukið verulega. Reykjavík hafði þó alla tíð þá sérstöðu meðal íslensku blaðanna að það var að mestu borið upp af auglýsingum frekar en smásölu og áskrift. Það var því ódýrara en önnur blöð.

Við upphaf heimastjórnar varð Reykjavík eindregið málgagn Hannesar Hafstein, þar sem Jón Ólafsson hélt oftast um penna. Hann hvarf af ritstjórastjórastóli fyrst árið 1907 og svo endanlega árið 1909, en var þó aðal stjórnmálahöfundur blaðsins allt til loka.

Síðasta tölublað Reykjavíkur kom út þann 20. desember 1913 þegar það var sameinað Lögréttu, blaði Þorsteins Gíslasonar.

Tilvísanir og heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.