Retorísk spurning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Retorísk spurning (stundum ræðuspurning) kallast stílbragð í mælskufræði sem er lagt fram sem spurning, retorískar spurningar eru notaðar þegar spyrjandinn býst ekki við svari heldur þegar hann vill koma einhverjum upplýsingum til skila (ekki er til dæmis búist við svari við ræðuspurningunni „hví ég Guð?“). Þessar upplýsingar geta verið dulbúnar skipanir („Hversu oft þarf ég að segja þér að taka til í herberginu þínu?“), bónir („Geturðu rétt mér kústinn?“), til að tjá yfirburði spyrjandans í samræðum eða til að ýja að því að aðspurður stígur ekki i vitið („Hversu oft þarf ég að útskýra þetta fyrir þér?“).

Dæmi um retorískar spurningar[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill lagsins Hver á sér fegra föðurland
  • Ertu eitthvað heimsk?
  • Skilurðu ekki mannamál?
  • Hver er tilgangurinn með ræðuspurningum?
  • Hver veit?
  • Hvernig væri hægt að hjálpa mér ef ég vissi ekki hvar þessi bygging er þrátt fyrir að hafa fundið hana alveg sjálf(ur) á google maps?