Reglugerð (ESB)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt enska orðið regulations sem reglugerðir. Ekki eru allir sammála þeirri þýðingu og má sem dæmi nefna lagaprófessorinn Sigurð Líndal.

Reglugerðir Evrópubandalagsins eru bindandi fyrir aðildarríkin. Ekki þarf að innleiða reglugerðir sérstaklega inn í landsrétt til að hann taki gildi og raunar má ekki innleiða reglugerðir inn í landsrétt. Það er svo að ekki myndist nein vafaatriði um túlkun. Reglugerðir eru auk þess gefnar út á öllum opinberum tungumálum bandalagsins.

Reglugerðir geta myndað bein réttaráhrif fyrir þegna bandalagsríkjanna.