Rebekkuuppþotin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Teikning af Rebekkuuppþotunum í blaðinu Illustrated London News árið 1843

Rebekkuuppþotin voru mótmælaaðgerðir í suður- og miðhluta Wales á Bretlandseyjum á árunum 1839 til 1843. Bændur og landbúnaðarverkamenn mótmæltu óréttlátum sköttum. Mótmælendur sem oft voru karlmenn sem klæddust kvenmannsfötum mótmæltu við tollhlið þar sem þau voru tákn skattheimtu og tolla. Uppþotin hættu fyrir 1844 en þá samþykkti þingið lög sem léttu af gjöldum. Mótmælendur kölluðu sig dætur Rebekku og vísuðu til 1. Mósebókar 24:60 þar sem segir: Þau blessuðu Rebekku og sögðu við hana: „Systir vor, vaxi af þér þúsundir þúsunda og eignist niðjar þínir borgarhlið fjandmanna sinna!“