Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt er íslenskt rannsóknarsetur, sem stofnað var 2012. Tilgangur RNH er að rannsaka, hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin.

Fjögur helstu rannsóknarsvið stofnunarinnar eru: 1) skattar og tekjudreifing, 2) auðlindanýting og umhverfisvernd, 3) nýsköpun og framkvæmdamenn, 4) minningin um fórnarlömbin.

Rannsóknarráð RNH skipa dr. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, formaður, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og dr. Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði. Stjórn RNH skipa Gísli Hauksson, formaður, Jónas Sigurgeirsson og Jónmundur Guðmarsson.

RNH hefur haldið marga fundi og ráðstefnur, þar á meðal um „Evrópu fórnarlambanna“ 22. september og „Fiskveiðar: sjálfbærar og arðbærar“ 6. október 2012.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]